Plankið er gærdagsfrétt! Owling er komið í staðinn!
Skemmtið ykkur gott fólk þetta er eflaust rosalega skemmtilegt!
Ætlar þú að læka
http://www.facebook.com/pages/Owling/182608258465224
Thursday, July 28, 2011
Thursday, July 21, 2011
Dj Khaled - We the Best Forever
Dj Khaled byrjaðir ferilinn sinn á vera plötusnúður fyrir Fat Joe eða Terror Squad. Fór síðan að vekja athygli fyrir mest pirrandi rödd þegar hann byrjaði að öskra í byrjun laga með setningar einsog"Yeah we the best". Sem varð til þess að hann var orðinn featuring í þeim lögum sem hann öskraði í. Nokkuð spess því hann gerir stundum hvorki taktinn né rappar bara öskrar. Besta partýið byrjar á I´m On One þar sem Drake, Lil Wayne og Rick Ross ljá sitt swag og segja eina sem skiptir mál er borgin þeirra og peningar. Mjög grípandi lag og manni langar að fara eyða peningum! Welcome to My Hood T-Pain býður mönnum að koma í sitt hverfi á meðan Rick Ross, Plies og Lil Wayne taka í sama streng. Búnað heyra þetta svona þúsund sinnum, ekkert nýtt bara gömul saga! Money þarf eitthvað að segja meir en peningar, meningar! Jezzy og Ludacris hafa stórar peningarsögur! Ludacris tekur 360 snúning á Jezzy og skilur hann eftir í reyknum. I´m Thuggin Waka Flocka Flame & Ace Hood fá mig til að skipta um lag. It Ain´t Over Til It´s Over syngur Mary J. Blige á meðan Fabolous & Jadakiss renna í stæðið með slungið flæði einsog við var að búast. Flott tónlist fyrir krakkhúsið! Legendary saman sniðið af Chris Brown, Keyshia Cole & Ne-Yo flottur trekantur! Mikil fegurð en mjög stuttur dráttur! Sleep When I´m Gone þegar Cee-Lo kemur fyrir þá sperra ég eyrun enda sálarsöngvari fram í fingur góma. Nær engu flugi og svæfir mig í staðinn fyrir að kæta. Game og Busta Rhymes sletta úr klaufanum! Can´t Stop þyrlutónlist kominn í gang enda með Birdman í broti fylkinga og T-Pain blæs á þyrluspaðana. Future saman stendur af nýju andlitunum í leiknum. Ace Hood, Wale, Meek, Vado & Big Sean. Ungt stjörnuliðs partý sem endar ekki lengi. Mjög leiðilegt lag. My Life Akon er mættur ásamt B.O.B sem hressir upp á lagið með sínum flottu rímum. Fínasta lag en nær ekki á minn pleilista. A Million Lights fær hann Young Money crewið sjálft & Kevin Rudolf til að syngja þreytulega. Næsta lag takk! Self Paid Rox, Rick Ross & Dj Khaled klárlega leiðilegasta lagið á plötunni. Rock N Roll Reakwon, Dj Khaled, Game, Pharrel & Busta Rhymes. Annað lag með engum tilgangi! Bottles And Rocking J´s Busta Rhymes hreinlega spóla yfir Lil Wayne, Game og Fabolous. Ekki meira að segja!!
Það kannski ekki við mörgum að búast þegar Dj Khaled gefur út plötuna annað en peningar, völd, swag og hvað er bestur í heimi! Hefði verið gaman að heyra fleiri Im On One svona smekkleg og grípandi lög. Annars er maður búnað heyra þetta concept í langan tíma! Enda er þetta höstl tónlist!! Ekkert langt í þetta bara menn fullir og graðir!!
Im On One
MellowHype - Blackenedwhite
MellowHype er skipað af tveimur meðlimum úr OFWGKTA þeim Hodgy Beats og Left Brain. Ég er búnað hlera svolítið tónlista þessa manna. Sumt hleypur í gegn og sumt ekki! Það vantar ekki textasnilldina og gorgeirinn! En hér kemur það..
Primo lyfturapp er rétta orðið enda er verið að flakk á milli hæða. Gunsounds mjög tilburðalítið lag bara svona einhver taktur valinn og byrjað að spitta. Brain mjög leiðilegt lag! 64 drungalegt lag, samviskan talar í sljó mótjón! Loaded old skúl trommur en ekkert meira síðan. Deaddeputy frekar slæmt lag. Right Here fyrir dömurnar og allar smókerana! Igotagun rappar mjög hratt en annar mjög þreyttur taktur. F666 the Police fær hann Tyler, the Creator til að styðja við sannfæringuna sína. Ekkert sannfærandi! Rico ásamt Frank Ocean og mjög lítið að gerast. Circus annað lélegt lag. Gunz búnað slökkva á tækinu!
MellowHype er með fína texta en hræðilega takta. Ekki alveg það sem ég bjóst við frá OFWGKTA ! En svona er þetta...
Primo
The Horrors - Skying
The Horrors eru 5 lundúnarpiltar sem skipa þessa laglegu hljómsveit. Tók eftir þeim á plötunni Primary Colors þannig afhverju ekki að leggja í nýjasta innleggið þeirra. Fer rólega af stað í Changing The Rain. Hefur góða tilfinningu um eitthvað óvænt og gott. Flott spilamennska, flottur hljómur og byrjar vel. You Said rómantísk köld ballaða með kæruleysis brag. Heróin spilamennska! I Can See Through You byrjar af krafti, flottur synthi, slétt sama í fyrirrúmi og segir "I Can See Through You". Endless Blue svífur inn sem draumórakennt lag en er síðan set í annan gír og tuddað smá! Söngurinn með kaldhæðni að forskoti. Dive In eyðimerkurfílingur, sólin er að setjast og það er keyrt út í óvissuna með tequila að vopni. Still Life að mínu mati besta lagið. Grípandi taktur, skemmtilegur synthi leiðir í gegn og söngurinn hrífandi. Wild Eyed mjög smekklaust og grípur engan veginn. Moving Further Away mjög langsótt og skila sér ekki. Nær engu flugi! Monica Gems hrikarlega leiðilegt lag. Oceans Burning kominn tíma til að slútta þessu heróin partýi og enda með psychedelic tónum. Hverfa úti í hið óþekkta. Pink Floyd áhrif heyranleg!
The Horrors einkennist af kaldhæðni, drungalegu spili svona einsog lúndanar hljómsveitir eiga alveg skuldlaust. Held ég eini staðurinn í heiminum þar sem heróin er talið vera kúl!! Það rokkar babies!!
Still Life
Endless Blue
Tuesday, July 19, 2011
Zola Jesus - Vessel
Eitt gríðarlega súrt töff stöff... flottur stadium fílingur hér á ferð!
http://www.youtube.com/watch?v=BMSTg4gStOE
http://www.youtube.com/watch?v=BMSTg4gStOE
Trakklistinn fyrir Kanye West & Jay-Z "Watch The Throne" hverjir pródúsa
Trakklistinn fyrir"Watch The Throne" með Kanye West & Jay-Z hverjir eru pródúserarnir.
1. No Church In The Wild (Feat. Frank Ocean) (Prod. By Kanye West, Mike Dean & Ken Lewis)
2. Lift Off (Feat. Beyoncé) (Prod. By Kanye West, Mike Dean, Jeff Bhasker, Q-Tip & Don Jazzy) (Add Vocals. By Seal, Mr Hudson, Don Jazzy, Bankulli and Ricardo Louis)
3. n***as In Paris (Produced by Hit-Boy)
4. Otis (Feat. Otis Redding) (Produced by Kanye West)
5. Gotta Have It (Produced by The Neptunes)
6. New Day (Produced by The RZA)
7. That’s My b***h (Produced by Q-Tip & Kanye West)
8. Who Gon Stop Me (Produced by Sham “Sak Pase” Joseph & Kanye West)
9. Murder To Excellence (Produced by Swizz Beatz & S1)
10. Welcome To The Jungle (Produced by Swizz Beatz)
11. Made In America (Feat. Frank Ocean) (Produced by Sham “Sak Pase” Joseph) [previously Sweet Baby Jesus]
12. Why I Love You (Feat. Mr Hudson) (Produced by Mike Dean & Kanye West)
13. Illest motherf**ker Alive (Produced by Southside & Kanye West)
14. H•A•M (Produced by Lex Luger and Kanye West)
15. Primetime (Produced by No I.D.)
16. The Joy (Feat. Curtis Mayfield)
1. No Church In The Wild (Feat. Frank Ocean) (Prod. By Kanye West, Mike Dean & Ken Lewis)
2. Lift Off (Feat. Beyoncé) (Prod. By Kanye West, Mike Dean, Jeff Bhasker, Q-Tip & Don Jazzy) (Add Vocals. By Seal, Mr Hudson, Don Jazzy, Bankulli and Ricardo Louis)
3. n***as In Paris (Produced by Hit-Boy)
4. Otis (Feat. Otis Redding) (Produced by Kanye West)
5. Gotta Have It (Produced by The Neptunes)
6. New Day (Produced by The RZA)
7. That’s My b***h (Produced by Q-Tip & Kanye West)
8. Who Gon Stop Me (Produced by Sham “Sak Pase” Joseph & Kanye West)
9. Murder To Excellence (Produced by Swizz Beatz & S1)
10. Welcome To The Jungle (Produced by Swizz Beatz)
11. Made In America (Feat. Frank Ocean) (Produced by Sham “Sak Pase” Joseph) [previously Sweet Baby Jesus]
12. Why I Love You (Feat. Mr Hudson) (Produced by Mike Dean & Kanye West)
13. Illest motherf**ker Alive (Produced by Southside & Kanye West)
14. H•A•M (Produced by Lex Luger and Kanye West)
15. Primetime (Produced by No I.D.)
16. The Joy (Feat. Curtis Mayfield)
Monday, July 18, 2011
Asher Roth - Another Man Down
Asher Roth hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og reyni ég að hlusta á öll hans lög. Hér kemur hann með nýtt og ferskt og bregst ekki bogalistinn.
Flottur indí fílingur hér í gangi svona minnir mig á Edward Sharpe & Magnectic Zeros
Lagið er á væntanlegri plötu
http://www.youtube.com/watch?v=rT1dUHyRChM
Flottur indí fílingur hér í gangi svona minnir mig á Edward Sharpe & Magnectic Zeros
Lagið er á væntanlegri plötu
http://www.youtube.com/watch?v=rT1dUHyRChM
Patrick Wolf - Lupercalia
Patrick Wolf kemur frá suður hluta london. Þekktur fyrir fjölbreyttni hvað varðar hljóðfæri og hverni hann nálgast tónlistina. Ég skellti ný plötuna hans Lupercalia í tækið. The City virkilega skemmtilegt og ferskt lag. Söngurinn er svona hökktandi fílingur einsog þekkist í rappinu. Þar sem hann talar um "Won´t let the City Destroy Our Love". House greinilegt að hann er undir áhrifum frá The Killers enda er lagið einsog þeir hafi samið það. Flott grúv með góðri uppbyggingu. Bermondsay Street mjög lélegt lag. The Future lágstemmd lag þar sem framtíðin ber í skauti sér. Mjög klisjukenndur texti. Armistice tilraunakennd lag sem skorar ekki hátt. William stutt og leiðilegt. Time Of My Life skemmtilegasta lagið. Góður rythmi með fíni pælingu. The Days rólegt og hugglegt nær ekki lengra en það. Slow Motion mjög sorglegt lag. Grípur mig ekki. Together lélegt lag. The Falcons annað lélegt lag.
Patrick Wolf er góður söngvari en nær ekki að gera grípandi lög. Hljómar fyrirsjáanlegur og eitthvað sem maður hefur heyrt áður.
The City
Time of My Life
Kendrick Lamar - Section 80
Kendrick Lamar er einn af þeim ungu og upprunalegu LA röppurum sem eru að koma upp. Var uppgötvaður af engum öðrum en Dr. Dre sem er þekktur fyrir að spotta góða tónlistarmenn. Kendrick Lamar er enginn undantekning! Snýst allt um textana og óútreiknalega takta. Fuck Your Ethnicity setur tóninn fyrir plötu með lúmsku píanói síðan kemur kendrick með mjög beita texta. Hol´Up mjög jazzað lag enda undir þeim áhrifum. Smúth rapp, flottur texti! A.D.H.D einkennilegur taktur sem tekur tíma að byrja eftir smá þolimæði fer lagið á flug! No Make-Up (Her Vice) poppaðasta lagið hans hingað til. Fær Colin Munroe til að syngja á meðan Kendrick kemur með skemmtilegt flæði. Tjáir sig um að stelpur þurfu ekki farða sig eru hvort sem er fallegar. Tammy´s Song (Her Evils) mjög skemmtilegt tölvu hljóð sem keyrir lagið í gegn ásamt flottri hugmynd. Hver og einn dæmir fyrir sig! Chapter Six r´nb fílingur í loftinu smúth lag fyrir kaggann á rólegu laugardagskvöldi! Skemmtilegur boðskapur! Munum við ná 21 ára aldri spyr hann sjálfan sig. Ronald Reagan Era pólitískt lag, mikil reiði í gangi og hefur mikið að segja. Poe Mans Dreams (His Vice) sannleikurinn sagður á mjög djupan hátt og fær hann GLC til að þenja böndin. The Spiteful Chant Slakkasta lagið hans. Mjög reiknalegt og leiðilegt! Chapter Ten garage fílingur í trommunum. Keisha´s Song (Her Pain) Brenda got´s a baby fílingur í þessu. Flott lag með góðum boðskap! Rigamortus sýnir hann hvað hann er brjálaður rappari, rappar hratt með geðveiku töff fljóvi. Kuch & Corinthians skemmtilegur þráður, öðrvísi flæði og blússaður hljómur. Fær Bj The Chicago Kid til að aðstoða sig með fögrum söng. Blow My High (Members Only) annað slappt lag. Ab-Souls Outro jazz partí í gangi. Flottir textar enda ráða þeir ferðinni. HiiiPower kemur í ljós hvað hann þekkir söguna sína vel. Rappar um fyrrum leiðtoga og hvað fáir þora segja sínar skoðanir.
Kendrick Lamar er eitt ljóðskáld þar sem textarnir skipta mestu mál og hvernig er sagt. Taktarnir eru ekkert rosalegir en passa mjög vel við hann. Fullt af flottum lögum sem hættu ekki að svíkja!
Hol´up
No Make - Up (Her Vice)
Tammy´s Song (Her Devils)
Poe Mans Dream
Keisha´s Song (Her Pain)
HiiiPower
Friday, July 8, 2011
Að planka nær langt aftur um tíma var mikið notað til að raða þrælum saman um borð í skipum!
Nýjasta æðið á sér langa sögu að baki. Að planka nær langt aftur um tíma var mikið notað til að raða þrælum saman um borð í skipum???
Þannig í hvert skipti þegar þið plankið þá vottiði ykkar virðingu fyrir þrældóminn!
Þvílík fegurð!
http://newsone.com/nation/newsonestaff2/planking-slavery/
Þannig í hvert skipti þegar þið plankið þá vottiði ykkar virðingu fyrir þrældóminn!
Þvílík fegurð!
http://newsone.com/nation/newsonestaff2/planking-slavery/
Waka Flocka ákveður að hætta...
Þetta verður sorgafrétt þegar hann ákveður að hætta... margir hiphop unendur eiga eftir að syrgja hann með að hlusta á öll lögin hans og votta honum ykkar innstu virðingu.
Sorglegur dagur... er byrjaður að gráta núna...
http://rapradar.com/2011/07/06/waka-flocka-planning-retirement/
Sorglegur dagur... er byrjaður að gráta núna...
http://rapradar.com/2011/07/06/waka-flocka-planning-retirement/
Thursday, July 7, 2011
Aloe Blacc - Good Things
Ég held að flestir séu búnað bíða eftir alvöru r´nb/soul einsog það þekktist hérna áður fyrr. Kalifornía pilturinn Aloe Blacc stendur svo sannarlega undir. Færir manni þennan gamla sól/blúss með skoti af reggí. Maður þekkir frá Marving Gaye, Al Green og síðan nýja kynslóðin þar er Anthony Hamilton ofarlega í huga. Sálar partýið byrjar með I Need A Dollar sem er sungið með mikilli innlifun yfir mjög leiðandi píanó og maður finnur að honum sár vantar dollaran. Flottur texti með smekklegum sól hljómi. Good Things reggí tónarnir gleðja mann við fyrstu sekúndu og fágóður texti um konur. Take Me Back drúngaleg hverfisblúss í átt að dólga tónlist, kalt yfirbragð sem flytur mann hægt og rólega áfram. You Make Me Smile svalt reggí dáleiðir mann og játníng í gangi. Politician Black Panther er í mótmælagöngu að mótmæla fátækt, óréttlæti og spillingu. Gríðarleg stemmning. If I minnir mig á The Doors orgelið verulega flott seyðandi sánd. Momma Hold My Hand einsog allir þekkja þá fær Mamman alltaf stórt hrós margar rósir í sálar tónlistinni. Hér er ekkert falið og einfaldlega sagt "Mamma þú ert allt" virkilega fallegt og einlægt lag. Hey Brother er að mínu mati slakkasta lagið. Svona pimp fílingur í gangi. Sungið fyrir sykur pabbana. Femme Fatale mjög þungt og dapurt en samt svo hreint. Vinnur vel með tímanum. Green Lights mitt uppáhalds. Rosalega flott melodí og grípandi texti. Þar sem brassarnir koma með þægilegt grúv. Miss Fortune lúmskt reggí sem fær mann til að dilla höfði. Tileinkað ríku pabba stelpnana sem falla fyrir lág stéttar piltunum. Life So Hard réttlætiskennd í hávegum höfð. Meinningarfullur texti sem fjallar um hvað sumir eiga erfitt að þurfa endalaust að berjast í bökkum. Með eindæmum flottum slæt gítar kemur sterkur inn. Flott báráttu sveifla. Politican (Reprise) endar mjög vel á flottum brassa tónum og gítar rekur smiðshöggið!
Mér líður einsog ég sé að keyra á gamalli drossí í gegnum Harlem á 70´s áratugnum. Black Panther´s eru að mótmæla og ljúfir sálar/reggí tónar bergmála um hverfin. Aloe Blacc er byltingakenndur söngvari sem vill sjá breyttingar og vonar svo sannarlega að söngurinn ná til fólksins. Mikill baráttu hljómur og honum þykkir vænt um fólkið sitt. Hreinræktaður töffari!!
Good Things
Momma Hold My Hand
Green Lights
Life So Hard
Atmosphere - The Family Sign
Atmosphere heillaði mig fyrst með ep plötunni Lucy Ford þar sem Slug slóg mig undan undir með sínum ljóðrænu beittum og flóknu textum. Ef einhver er frumkvöðul í emo rappinu þá er það ekki gallin hugmynd að draga þá fram. Einkennast af tilfinningum og sögum pældar yfir læv hljóðfæri. Hefst nú lesturinn! My Key fer furðulega af stað, eitthvað sem ég bjóst ekki við. Rennur síðan í huggulega melodí og slug byrjar ekki fyrr en komið langt inn í lagið. Einsog alltaf skemmtilegar pælingar sem snúast um huga hans. The Last To Say mjög djúpt, sorglegt enda hefur hann marga fjörunu sopið. Endurvekur heimilisástandið á sínum tíma! Just For Show virikilega grípandi lag. Reggí fílingur og fáranlega catsí viðlag. I Don´t Need Brighter Days skemmtilegur synthi með hörðum trommum. Textinn skemmtileg saga einsog maður þekkir hann. Atmosphere hafa engu gleymd og eru alltaf að bætta sig. Mörg mjög góð lög ásamt nokkrum sem er einum of þung fyrir minn smekk. Slug er einn texta snillingur! Mætti vera betri taktar þá hefði hún flogið hátt hjá mér!
My Key
The Last To Say
Just For Show
Don´t Need Brighter Days
Tuesday, July 5, 2011
Beyonce - 4
Get alveg verið hreinskilin að Beyonce hefur ekki mikið verið á fóninum hjá mér. Ég las það einhverstaðar að hún væri að fara í aðra hátt með tónlistina sína þannig ákvað að líta við. Ég sett mig í stellingar með engan dóm fyrirfram bara leyfa henni að sannfæra mig. Hún bregður sér á kreik í 1+1 acoustic fílingur umkringdum bjöllum svona léttur giftinga hljómur. I Care ágættis popp ballaða með smá viðlags uppbyggingu. I Miss You frekar lélegt lag sem nær engan veginn að grípa mig. Best Thing I Never Had næsti útvarpssmellurinn hennar. Búnað heyra þetta áður ekkert nýtt! Party semí skemmtilegt lag fær Andre 3000 til að skreyta það en annars nær lagið engu flugi. Rather Die Young ekkert spess! Hálf eitthvað leiðilegt og langdregið. Start Over hljómar alveg einsog I Miss You frekar litlaust lag. Love On Top fæ svona flashback aftur um tíma þegar heyrði fyrst r´nb en annars ekkert meira. Countdown farinn að hressast við en skilur voða lítið eftir. End Of Time fínt afrískt bít sem er keyrt áfram en enginn melodía. I Was Here að mínu mati flottast lagið hennar. Flott melodía, skemmtilegar trommur og maður flýgur með. Run The World á víst að vera hennar fyrsti hitter en nær enga veginn að standa undir væntingum og mun sjálfsagt virka á klúbbunum. Lay Up Under Me annar skipper. Schoolin, Life 80´s fílingur sem nær engum hæðum. Dance For You gengur vel upp. Flottur taktur, skemmtilegar áherslur og seyðandi færsla. Beyounce er klárlega popp drottninginn og henni er alveg sama um hvað er heitt og hvað er ekki. Hún virðist hljóma einsog hún sé kominn á góðan stað og sé ástfanginn. Sum lög hljóma einsog afgangs frá The Neptunes og sum skila sér. En hún er Beyonce!!!
Party
I Was Here
The Wombats - This Modern Glitch
Dansvænt - syntha - popp á rætur að rekja til 1980! Depeche Mode eru sennilega brautriðjendurnir eða allavega í áttina. Fyrir sirka 4 árum kom bylgja þar sem næstum hver og einn prófaði sig áfram í syntha poppinu. The Wombats sem er frá bítlaborginni Liverpool skipa þeir Matthew Murphy (söngvari, gítar, munnhörpu og hljómborð) Dan Haggis (Trommur, hljómborð) og Thord Overland-Knudsen (bassi, gítar og hljómborð) . Þar sem synthinn ræður ríkjunum! Allt keyrt í gegnum með miklum gljáa. En hvað með það þeir byrja fjörið á Our Perfect Disease léttskrúðugu poppi rosalegt fjör í gangi þegar líður á. Mjög kjánalegur texti en gott bít. Tokyo (Vampires & Wolves) búið að gefa í og gleðin kominn á fínan stað. "If you love me, let me go" hljómar sannfærandi. Jump Into The Fog klárlega uppáhalds lagið mitt. Mjög sérstakur hljómur þar sem synthinn kítlar danstaugarnar. Flott kaflaskipting og hress söngur. Anti - D menn búnað róast og komnir í einhvern unglingafíling sem kom mér mjög á óvart. Last Night i Dreamt... ekkert sérstakt semí hæ skúl fílingur. Techno Fan hræðilegt lag! 1996 komnir í upphafsfílinginn þar sem synthinn gælir við tærnar. Walking Disasters minnir mann svolítið á Depeche Mode gítarinn eiginlega einum of en tjúttar vel. Girls/Fast Cars kjánalegt hæ skúl popp. Schumacher The Champagne hrillingur. The Wombats koma skemmtilega á óvart eiga góða rispu en síðan falla þeir í eitthvað sem maður hefur heyrt áður.
Tokyo (Vampires & Wolves)
Jump Into The Fog
1996
Monday, July 4, 2011
The Raveonettes - Rave In The Grave
Ég er ekki mikið fyrir heróin tónlist. Hljómar allt svo kærulaust, niðurdrepandi, ósjarmerandi og næsta er bara snúran. The Raveonettes danskt dúó sem er skipað af Sune Rose Wagner (gítar, önnur hljóðfæri og rödd) og Sharin Foo (bassi, gítar og rödd) tekst hinsvegar að sannfæra mig um að þau ætla ekki að drepa sig. Hefjum leikinn segja þau svo! Recharge & Volt kraftlaust en mig langar að heyra næsta. War in Heaven mjög seyðandi og skemmtilegt . Flott gítarspil, grúvar vel og söngurinn smell passar við. Set þetta á pleilistan! Forget That You´re Young eyðumerkufílingur í gangi hið óvænta á ferðinni. Fyrsta sinn sem þau syngja saman á plötunni og þau ná því bara nokkuð vel. Smekklegur trommusláttur. Apparitions mjög dullarfullt og drungalegt keyrt áfram á þungum takti og fjarlægðum röddum. Summer Moon krúttlegt og þægilegt! Let Me On Out ljúft og saklaust með röff gítar. Ignite þau eru kominn í stuð og ætla að kveikja í okkur! Rafmagnaður fílingur sem kemst smá á flug. Evil Seeds uppáhalds lagið mitt. Spúki hljómur í gangi og maður bíður eftir næsta sem kemur skemmtilega á óvart. Flott uppbygging og manni langar að heyra það læv! My Time´s Up það er komið að leiðarlokum. Smá svona jarðafarafílingur á tilraunankenndan hátt hvernig sem það hljómar. En það gengur upp. The Raveonettes er mjög skemmtilegt band þar sem gítarinn ræður ferðinni. Öll löginn er byggt í kringum gítarinn og stundum finnst mér einsog söngurinn sé filling.
War In Heaven
Evil Seeds
My Time´s Up
Pharoahe Monch - W.A.R (We Are Renegades
Ég mann fyrst þegar ég heyrði í Pharoahe Monch "Simon Says" síðan kom "My Life" sem var tíður gestur hjá okkur vinunum þegar maður rúllaði um götur Njarðvíkur einsog enginn væri morgundagurinn. Pharoahe Monch er af texta kynslóðinni og lættur ekki í minnipokann. Hann ræðst á garðinn þar sem hann er hæðstur! Byltingarkenndur rappar sem lætur sína skoðanir í ljós. Fær gesti einsog Idris Elba sem hjálpar honum með Warning sem er upphafs lag plötunnar. Vara fólk við það sem koma skal! Calculated Amalgamation byrjar með látum enda eru menn á leðinni í stríð! Flottur texti yfir kröftugan takt. Evolve fer hann yfir hverjir eru alvöru emmsíar, hverjir gera þetta af alvöru og hverjir reyna að skilja eitthvað eftir. Slunginn texti ásamt rólegum og yfirveguðum takti. W.A.R pólitískur fílingur enda fær hann einn mesta pólitíska rapparan í bransanum Immortal Technique til að aðstoða sig við að skjóta kúlum. Ekkert sérstakt lag þrátt fyrir grimman texta. Clap rúllar í gegn á boom bap takti sem hipphopp þekkir hvað best. Showtyme og Dj Boogie Blind kíkja í heimsókn og standa vaktina eitulharðir. Skemmtilegur texti svona alvöru einsog sumir myndi segja. Black Hand Side mitt uppáhalds lag svona svipaður fílingur í "My Life" Styles P ljáir honum sína hörðu rödd og Phonte sýngur silki smúth söng. Ghetto/soul fílingur í þessu! Let My People Go svona "Simon Says" grúv í gangi, predikun, gospel og láttu fólkið mitt vera! Shine svona öðrvísi flæði, gefur lagin skemmtilegn karakter. Mela Machinko syngur að snilld og endurtekur orðið shine sem lendir mjög vel. Haile Salassie Karate verulega skemmtilegur söngur hjá Mr. Porter og Pharoahe fylgir vel með skemmtilegum pælingum. The Hitman slappasta lagið á plötunni búnað heyra þetta áður! Assassins sýnir Jean Grae að hún er ein af þeim þéttustu í bransanum. Royce Da 5´9 klikkar seint einsog Pharoahe Monch sjálfur. Textinn ræður ferðinni! Takturinn skiptir engu máli! The Grand Illusion (Circa 1973) sæmilegt lag var alltaf að bíða eftir einhverju meira. Citizen Cope syngur sig ágættlega. Still Standing fínt lag og lokar plötunni vel. Hann er hérna ennþá þrátt fyrir hvernig tíminn hefur þróast. Jill Scott stendur sig með prýði. Pharoahe Monch talar ekki undir rós! Hefur ennþá mikið að tala um enda svona svolítið upp á móti öllu. Fínasta plata, nokkur lög sem fá fína spilun hjá mér en síðan er nokkur sem ég mun
aldrei hlusta á aftur.
Evolve
Black Hand Side
Let My People Go
Shine
Sunday, July 3, 2011
Bombay Bicycle Club - Shuffle
Íslandsvinirnir er ekki óhætt að segja það? Mættir með gríðarlega hresst lag, catsí píanó og mjög grípandi söng.
Flottur föstudagsfílingur í þessu!
http://www.youtube.com/watch?v=PcnOZtsHS9I
Flottur föstudagsfílingur í þessu!
http://www.youtube.com/watch?v=PcnOZtsHS9I
The Antlers - Burst Apart
Eftir að hafa hlustað á Hospice plötuna með þeim þá féll ég alveg fyrir þeim. Bandið kemur frá New York og er aðalsprautan Peter Silberman. Það er alveg óhætt að segja að ég sé fíkill þegar kemur að tónlist. Sem betur fer þá hefur það enga slæma kosti! Ég hreinlega elska uppgötva nýja tónlist hvort sem það sé hipphopp, rokk, kántrí eða popp. The Antlers er nýjasta hljómsvetin sem ég fæ ekki leið á alveg sama hversu oft ég hlusta á hana. Maður getur ekki hatað það!! Í þessu tilfelli er það nýjasta platan þeirra Bust Apart. Sem tekur af stað með I Don´t Want Love huggulegum og ljúfum tónum sem felur í sér ég vill ekki fara heim og ég vill ekki vera ástfanginn. French Exit mjög seyðandi hljómur sem er keyrður af mildum söng í takt við grípandi melodíu. Parentheses söngurinn minnir mig mjög Antony and the Johnsons þar sem falsettan yfirgnæfir svalan trommuslátt með röff gítar riffi. No Windows tvímælalaust uppáhalds lagið mitt. Svo dullarfullt með hverji hlustun er maður að heyra eitthvað nýtt. Eitt af þeim lögum þar sem maður lokar augunum og flýgur inn í einhvern annan heim um stund. Lagið byggist upp hægt og rólega en tekur ekki þennan sprengju fíling heldur líður fallega fram hjá. Rolled Together hljómar einsog brú fyrir næsta lag. Mikið af röddum, smá svona lítill sínfóníu fílingur ásamt draumórakenndum hljóðfærum. Every Night My Teeth Are Falling Out grípur mig ekki hef það svona á tilfinningu það sé niðurtúrinn eftir guðdómlega hljóminn undan. Hounds menn búnað að hressast við og komnir með meðvitun. Létt pikk á gítar leiðir lagið í gegn ásamt mjög fallegum einlægum söng. Mjög grípandi og seyðandi viðlag! Saxafón kemur síðan sterkur inn. Corsicana nú er kominn tími fyrir svefn enda búnað að taka á að spila flest öll lögin. Svona léttur kveðjufílingur enda platan að renna á endann. Putting The Dog To Sleep allir farnir að sofa. Góða nótt! The Antlers sanna sig en meir að þeir eru snilldartónlistarmenn. Geta gert grípandi, dullarfull, flókin lög sem lifa áfram!
I Don´t Want Love
French Exit
Parentheses
No Windows
No Hounds
Lil B - Im Gay ( Im Happy)
Það mjög erfitt þessa dagana að skynja hver er alvöru og hver ekki. Ástæðan alltof mikið að gervi tónlist sem flæðir þarna úti. En Lil B er ekki á þeim bollanum og gefur manni frekar eitthvað sem getur verið djupt og fræðandi til skiptis. Eftir að platan rann í tækið heyrir maður snjalla texta, mikinn boðskap sem hreyfir við manni. Ekki á hverjum degi sem maður heyrir rappar með tjáningarfrelsi sem er alveg sama hvað öðrum finnst. Við fjúkum inn á Trapped In Prison sem greip mig alveg við fyrstu, flottur texti, góður boðskapur sem skilur eitthvað eftir. Kemur með mjög flott línu" can´t be a leader if you can´t make decision". Game fer hann yfir hvernig leikurinn er hannaður, fólk elskar og hatar en haltu þín og hlustaðu á þitt hjarta. Unchain Me ríður hann á vaðið yfir lagabút frá Lost Boys úr laginu Cry Little Sister sem færir laginu skemmtilegan fíling umvafinn flottum orðum og fjallar um tjáningarfrelsið ekki hika við að segja það sem þig langar að segja. I Hate Myself að mínu mati dýpst lagið hans. Stuttfullt af æðruleysi sem snýst um að hann hatar sjálfan sig fyrir að vera ekki meira en hann er . En síðan ef þú pælir í því þá er það ekki honum að kenna þannig hann elskar sjálfan sig. Get It While Its Good fer hann yfir liðna tíma frá þvi hann var fátækur með ekkert í að vera á góðri leið með eitthvað. Virkilega sterkt lag með skemmtilegum boðskap sem kallar á sannleikann. My Last Chance flott r´nb melódía svona óld skúl fyrir stelpurnar með mjög fágóðum keim. Í heildina litið er platan mjög góð og skemmtileg. Óvæntir taktar sem kalla á ófyrirsjáanlega texta! Lil B er mættur með smá 2pac blúss!!
Trapped in Prison
Game
Unchain Me
I Hate Myself
Get It While Its Good
My Last Chance
Saturday, July 2, 2011
2pac - Road To Glory
Margir búnað bíða eftir einu slíkur lagi frá pac enda voru þeir félagarnir miklir vinir. Auðvita er að hann tala um Mike Tyson...
Er plata á leiðinni með Tupac maður spyr sig eftir allan þennan leka af lögum.
http://rapradar.com/2011/07/01/unreleased-music-2pac-road-to-glory/
Er plata á leiðinni með Tupac maður spyr sig eftir allan þennan leka af lögum.
http://rapradar.com/2011/07/01/unreleased-music-2pac-road-to-glory/
Kendrick Lamar ft Colin Munroe - No Make Up
Kendrick Lamar er einn af þeim nýju og fersku ljóðrænu LA röppurum. Enda uppgötvaður af Dr Dre sem hefur ekki klikkað hingað til.
Þetta er náungi sem ég mun fylgjast með.
http://rapradar.com/2011/07/01/new-music-kendrick-lamar-x-colin-munroe-no-makeup-her-vice/
Þetta er náungi sem ég mun fylgjast með.
http://rapradar.com/2011/07/01/new-music-kendrick-lamar-x-colin-munroe-no-makeup-her-vice/
Dead Prez - Dead Mans Shoes
Byltingin heldur áfram??? allavega hjá Dead Prez sem eru ekki á leiðinni að stoppa. Hafa fengið tilboð frá stórum plötufyrirtækjum og neita þeim öllum! Ekki margir sem myndu gera það og labba burtir sáttir.
Hér mætta þeir með gott reggí byltingarlag og ég er ekki frá því að BoB Marley hafi verið viðstaddur þegar þeir tóku það upp!
http://www.allhiphop.com/stories/multimedia__music/archive/2011/07/01/22828397.aspx
Hér mætta þeir með gott reggí byltingarlag og ég er ekki frá því að BoB Marley hafi verið viðstaddur þegar þeir tóku það upp!
http://www.allhiphop.com/stories/multimedia__music/archive/2011/07/01/22828397.aspx
Devin The Dude ft Coughee Brothaz - The Game Don´t Love Nobody
Maður getur alltaf treyst á Devin The Dude færir mann eitthvað alvöru. Samstarf á milli hans og Coughee Brothaz byrjar vel og platan Fresh Brew er á leðinni verður gaman að leggja eyrun við hana.
http://www.youtube.com/watch?v=kHaU5nHaVpw
http://www.youtube.com/watch?v=kHaU5nHaVpw
2pac ft Tha Dogg Pound - NY 87 ( Biggie and Mobb Deep diss)
Maður pælir stundum í því hvað tupac hafi tekið upp mörg lög áður en hann kvaddi.
Mörg ár síðan hann féll frá og hann er ennþá viðlogandi!
http://www.allhiphop.com/stories/multimedia__music/archive/2011/07/02/22829638.aspx
Mörg ár síðan hann féll frá og hann er ennþá viðlogandi!
http://www.allhiphop.com/stories/multimedia__music/archive/2011/07/02/22829638.aspx
Common ft Nas - Ghetto Dreams
Eitt hrikalega ferskt frá meisturum Common & Nas - Ghetto Dreams
Einhverjar raddir hafa verið á ferð að þeir séu að vinna í plötu saman.
Drífiði ykkur við bíðum!!
http://www.youtube.com/watch?v=dHkFAFT1kzA
Einhverjar raddir hafa verið á ferð að þeir séu að vinna í plötu saman.
Drífiði ykkur við bíðum!!
http://www.youtube.com/watch?v=dHkFAFT1kzA
Friday, July 1, 2011
50 cent að fara borga Max B út fyrir 4 millur!
Orðið á götunni er að 50 Cent er að fara borga Max B út fyrir 4 millur. Til þess að gera langa sögu stuttu þá framdi Max B morð ásamt einhverjum ránum 2006. Var dæmdur í 75 ára fangelsi og 50 Cent er að fara beila hann út??? Það borgar sig að vera með völd!!!
Meira um frétt
http://rapradar.com/2011/07/01/50-cent-bailing-out-max-b/
Meira um frétt
http://rapradar.com/2011/07/01/50-cent-bailing-out-max-b/
Big K.R.I.T. - Return of 4Eva
Big K.R.I.T. kemur frá Mississippi. Hefur gefið út 7 mixtape og vakið athygli fyrir ljóðræna texta og ákveðið flæði. Einn af þeim röppurum sem tekst að vera hreinn og beinn þegar hann nálgast tónlistina. Gagnrýnendur hafa farið svo langt með að lofa líklegri velgengni hans við Outkast, U.G.K, Scarface. Þegar kemur að suðurstranda rappi þá vill það oft vera þannig að helmingur er hræðilegur og aðeins orfáir sem stand virkilega upp úr. Big KRIT er einn af þeim og heyrist það augljóslega á mixtape-inu Return of 4Eva. Byrjar á R4 Introi þar sem hann leggur línurnar fyrir það sem á eftir að koma. Rise and Shine minnir mig á Outkast sem er góður fílingur þar sem hann vitnar í línuna Get It, Get Out, Get Something sem hljómar kunnulega í Get It, Get out lagin með Outkast. R4 Theme Song mjög ferskt lag og ekta lag fyrir kaggann. Dreamin´ er eitt af mínu uppáhalds virkilega smúth hljómur og skemmtilegt að heyra hvernig hann leggur flæðið niður. Síðan koma 4 lög sem minna mig á U.G.K og grípa mig ekki nóg. Stefna breyttist í Highs and Lows þar sem hann tekur á rás að syngja og nærð því mjög vel ásamt sérstöku væbi. Shake It fer hann með mann í létt ferðalag og fær Joi sem er mjög þekkt suðurstranda söngkona til að syngja með sér og maðurinn sekkur manni alveg niður í sætið. Maður vaknar síðan úr þessari alsælu King´s Blues sem er mjög líkt Highs and Lows. Time Machine fær maður hans innblástur í æð sem er Outkast, U.G.K, Scarface ásamt smá aðstoð frá Chamillionaire. Siðan koma 4 óspennandi lög en nær athyglinni aftur á Free My Soul sem læðist að manni með hverji hlustun. Smá predikun í gang i enda alltof góð í hófi! The Vent er svona hans gæsahúða lag þar sem hann fer yfir liðna tíma í gettóinu. Flott melodí í gegn og textinn alveg límist við mann. Country Shit er svo rúsínan í pylsuendanum þar sem hann fær Ludacris, Bun B til að loka tjáningar partýinu. Enda einsog þekkist eftir mikla vinnu kemur fjör! Big K.R.I.T. er klárlega framtíðin og verður skemmtilegt að heyra hvað hann kemur með næst... fæ svona flashback fíling þegar ég beið eftir næstu Outkast plötu hann hefur það!
Rise and Shine
http://www.youtube.com/watch?v=DembK6LdV_Q
R4 Theme Song
http://www.youtube.com/watch?v=xeZAUT78y50
Dreamin´
http://www.youtube.com/watch?v=sqYgfX6dfxc
Highs and Lows
http://www.youtube.com/watch?v=e-uJI12vH4Q
Shake It
http://www.youtube.com/watch?v=QiEHFybY-h8
Kings Blues
http://www.youtube.com/watch?v=c4tJhOISuBI
Time Machine
http://www.youtube.com/watch?v=lqvvWl6tYBw
Free My Soul
http://www.youtube.com/watch?v=8qSY5eknNuc
The Vent
http://www.youtube.com/watch?v=NqacrywmCCo
Country Shit
http://www.youtube.com/watch?v=9G49Tdw4KDw
Rise and Shine
http://www.youtube.com/watch?v=DembK6LdV_Q
R4 Theme Song
http://www.youtube.com/watch?v=xeZAUT78y50
Dreamin´
http://www.youtube.com/watch?v=sqYgfX6dfxc
Highs and Lows
http://www.youtube.com/watch?v=e-uJI12vH4Q
Shake It
http://www.youtube.com/watch?v=QiEHFybY-h8
Kings Blues
http://www.youtube.com/watch?v=c4tJhOISuBI
Time Machine
http://www.youtube.com/watch?v=lqvvWl6tYBw
Free My Soul
http://www.youtube.com/watch?v=8qSY5eknNuc
The Vent
http://www.youtube.com/watch?v=NqacrywmCCo
Country Shit
http://www.youtube.com/watch?v=9G49Tdw4KDw
Subscribe to:
Posts (Atom)