Get alveg verið hreinskilin að Beyonce hefur ekki mikið verið á fóninum hjá mér. Ég las það einhverstaðar að hún væri að fara í aðra hátt með tónlistina sína þannig ákvað að líta við. Ég sett mig í stellingar með engan dóm fyrirfram bara leyfa henni að sannfæra mig. Hún bregður sér á kreik í 1+1 acoustic fílingur umkringdum bjöllum svona léttur giftinga hljómur. I Care ágættis popp ballaða með smá viðlags uppbyggingu. I Miss You frekar lélegt lag sem nær engan veginn að grípa mig. Best Thing I Never Had næsti útvarpssmellurinn hennar. Búnað heyra þetta áður ekkert nýtt! Party semí skemmtilegt lag fær Andre 3000 til að skreyta það en annars nær lagið engu flugi. Rather Die Young ekkert spess! Hálf eitthvað leiðilegt og langdregið. Start Over hljómar alveg einsog I Miss You frekar litlaust lag. Love On Top fæ svona flashback aftur um tíma þegar heyrði fyrst r´nb en annars ekkert meira. Countdown farinn að hressast við en skilur voða lítið eftir. End Of Time fínt afrískt bít sem er keyrt áfram en enginn melodía. I Was Here að mínu mati flottast lagið hennar. Flott melodía, skemmtilegar trommur og maður flýgur með. Run The World á víst að vera hennar fyrsti hitter en nær enga veginn að standa undir væntingum og mun sjálfsagt virka á klúbbunum. Lay Up Under Me annar skipper. Schoolin, Life 80´s fílingur sem nær engum hæðum. Dance For You gengur vel upp. Flottur taktur, skemmtilegar áherslur og seyðandi færsla. Beyounce er klárlega popp drottninginn og henni er alveg sama um hvað er heitt og hvað er ekki. Hún virðist hljóma einsog hún sé kominn á góðan stað og sé ástfanginn. Sum lög hljóma einsog afgangs frá The Neptunes og sum skila sér. En hún er Beyonce!!!
Party
I Was Here
No comments:
Post a Comment