Thursday, July 21, 2011

Dj Khaled - We the Best Forever

Dj Khaled byrjaðir ferilinn sinn á vera plötusnúður fyrir Fat Joe eða Terror Squad. Fór síðan að vekja athygli fyrir mest pirrandi rödd þegar hann byrjaði að öskra í byrjun laga með setningar einsog"Yeah we the best". Sem varð til þess að hann var orðinn featuring í þeim lögum sem hann öskraði í. Nokkuð spess því hann gerir stundum hvorki taktinn né rappar bara öskrar. Besta partýið byrjar á I´m On One þar sem Drake, Lil Wayne og Rick Ross ljá sitt swag og segja eina sem skiptir mál er borgin þeirra og peningar. Mjög grípandi lag og manni langar að fara eyða peningum! Welcome to My Hood T-Pain býður mönnum að koma í sitt hverfi á meðan Rick Ross, Plies og Lil Wayne taka í sama streng. Búnað heyra þetta svona þúsund sinnum, ekkert nýtt bara gömul saga! Money þarf eitthvað að segja meir en peningar, meningar! Jezzy og Ludacris hafa stórar peningarsögur! Ludacris tekur 360 snúning á Jezzy og skilur hann eftir í reyknum. I´m Thuggin Waka Flocka Flame & Ace Hood fá mig til að skipta um lag. It Ain´t Over Til It´s Over syngur Mary J. Blige á meðan Fabolous & Jadakiss renna í stæðið með slungið flæði einsog við var að búast. Flott tónlist fyrir krakkhúsið! Legendary saman sniðið af Chris Brown, Keyshia Cole & Ne-Yo flottur trekantur! Mikil fegurð en mjög stuttur dráttur! Sleep When I´m Gone þegar Cee-Lo kemur fyrir þá sperra ég eyrun enda sálarsöngvari fram í fingur góma. Nær engu flugi og svæfir mig í staðinn fyrir að kæta. Game og Busta Rhymes sletta úr klaufanum! Can´t Stop þyrlutónlist kominn í gang enda með Birdman í broti fylkinga og T-Pain blæs á þyrluspaðana. Future saman stendur af nýju andlitunum í leiknum. Ace Hood, Wale, Meek, Vado & Big Sean. Ungt stjörnuliðs partý sem endar ekki lengi. Mjög leiðilegt lag. My Life Akon er mættur ásamt B.O.B sem hressir upp á lagið með sínum flottu rímum. Fínasta lag en nær ekki á minn pleilista. A Million Lights fær hann Young Money crewið sjálft & Kevin Rudolf til að syngja þreytulega. Næsta lag takk! Self Paid Rox, Rick Ross & Dj Khaled klárlega leiðilegasta lagið á plötunni. Rock N Roll Reakwon, Dj Khaled, Game, Pharrel & Busta Rhymes. Annað lag með engum tilgangi!  Bottles And Rocking J´s Busta Rhymes hreinlega spóla yfir Lil Wayne, Game og Fabolous. Ekki meira að segja!!

Það kannski ekki við mörgum að búast þegar Dj Khaled gefur út plötuna annað en peningar, völd, swag og hvað er bestur í heimi! Hefði verið gaman að heyra fleiri Im On One svona smekkleg og grípandi lög. Annars er maður búnað heyra þetta concept í langan tíma! Enda er þetta höstl tónlist!! Ekkert langt í þetta bara menn fullir og graðir!!

Im On One


No comments:

Post a Comment