Thursday, July 21, 2011

The Horrors - Skying

The Horrors eru 5 lundúnarpiltar sem skipa þessa laglegu hljómsveit. Tók eftir þeim á plötunni Primary Colors þannig afhverju ekki að leggja í nýjasta innleggið þeirra. Fer rólega af stað í Changing The Rain. Hefur góða tilfinningu um eitthvað óvænt og gott. Flott spilamennska, flottur hljómur og byrjar vel. You Said rómantísk köld ballaða með kæruleysis brag. Heróin spilamennska! I Can See Through You byrjar af krafti, flottur synthi, slétt sama í fyrirrúmi og segir "I Can See Through You". Endless Blue svífur inn sem draumórakennt lag en er síðan set í annan gír og tuddað smá! Söngurinn með kaldhæðni að forskoti. Dive In eyðimerkurfílingur, sólin er að setjast og það er keyrt út í óvissuna með tequila að vopni. Still Life að mínu mati besta lagið. Grípandi taktur, skemmtilegur synthi leiðir í gegn og söngurinn hrífandi. Wild Eyed mjög smekklaust og grípur engan veginn. Moving Further Away mjög langsótt og skila sér ekki. Nær engu flugi! Monica Gems  hrikarlega leiðilegt lag. Oceans Burning kominn tíma til að slútta þessu heróin partýi og enda með psychedelic tónum. Hverfa úti í hið óþekkta. Pink Floyd áhrif heyranleg! 

The Horrors einkennist af kaldhæðni, drungalegu spili svona einsog lúndanar hljómsveitir eiga alveg skuldlaust. Held ég eini staðurinn í heiminum þar sem heróin er talið vera kúl!! Það rokkar babies!!

Still Life

Endless Blue





No comments:

Post a Comment