The Antlers - Burst Apart
Eftir að hafa hlustað á Hospice plötuna með þeim þá féll ég alveg fyrir þeim. Bandið kemur frá New York og er aðalsprautan Peter Silberman. Það er alveg óhætt að segja að ég sé fíkill þegar kemur að tónlist. Sem betur fer þá hefur það enga slæma kosti! Ég hreinlega elska uppgötva nýja tónlist hvort sem það sé hipphopp, rokk, kántrí eða popp. The Antlers er nýjasta hljómsvetin sem ég fæ ekki leið á alveg sama hversu oft ég hlusta á hana. Maður getur ekki hatað það!! Í þessu tilfelli er það nýjasta platan þeirra Bust Apart. Sem tekur af stað með I Don´t Want Love huggulegum og ljúfum tónum sem felur í sér ég vill ekki fara heim og ég vill ekki vera ástfanginn. French Exit mjög seyðandi hljómur sem er keyrður af mildum söng í takt við grípandi melodíu. Parentheses söngurinn minnir mig mjög Antony and the Johnsons þar sem falsettan yfirgnæfir svalan trommuslátt með röff gítar riffi. No Windows tvímælalaust uppáhalds lagið mitt. Svo dullarfullt með hverji hlustun er maður að heyra eitthvað nýtt. Eitt af þeim lögum þar sem maður lokar augunum og flýgur inn í einhvern annan heim um stund. Lagið byggist upp hægt og rólega en tekur ekki þennan sprengju fíling heldur líður fallega fram hjá. Rolled Together hljómar einsog brú fyrir næsta lag. Mikið af röddum, smá svona lítill sínfóníu fílingur ásamt draumórakenndum hljóðfærum. Every Night My Teeth Are Falling Out grípur mig ekki hef það svona á tilfinningu það sé niðurtúrinn eftir guðdómlega hljóminn undan. Hounds menn búnað að hressast við og komnir með meðvitun. Létt pikk á gítar leiðir lagið í gegn ásamt mjög fallegum einlægum söng. Mjög grípandi og seyðandi viðlag! Saxafón kemur síðan sterkur inn. Corsicana nú er kominn tími fyrir svefn enda búnað að taka á að spila flest öll lögin. Svona léttur kveðjufílingur enda platan að renna á endann. Putting The Dog To Sleep allir farnir að sofa. Góða nótt! The Antlers sanna sig en meir að þeir eru snilldartónlistarmenn. Geta gert grípandi, dullarfull, flókin lög sem lifa áfram!
I Don´t Want Love
French Exit
Parentheses
No Windows
No Hounds
No comments:
Post a Comment