Monday, July 4, 2011

Pharoahe Monch - W.A.R (We Are Renegades

Ég mann fyrst þegar ég heyrði í Pharoahe Monch "Simon Says" síðan kom "My Life" sem var tíður gestur hjá okkur vinunum þegar maður rúllaði um götur Njarðvíkur einsog enginn væri morgundagurinn. Pharoahe Monch er af texta kynslóðinni og lættur ekki í minnipokann. Hann ræðst á garðinn þar sem hann er hæðstur! Byltingarkenndur rappar sem lætur sína skoðanir í ljós. Fær gesti einsog Idris Elba sem hjálpar honum með Warning sem er upphafs lag plötunnar. Vara fólk við það sem koma skal! Calculated Amalgamation byrjar með látum enda eru menn á leðinni í stríð! Flottur texti yfir kröftugan takt. Evolve fer hann yfir hverjir eru alvöru emmsíar, hverjir gera þetta af alvöru og hverjir reyna að skilja eitthvað eftir. Slunginn texti ásamt rólegum og yfirveguðum takti. W.A.R pólitískur fílingur enda fær hann einn mesta pólitíska rapparan í bransanum Immortal Technique til að aðstoða sig við að skjóta kúlum. Ekkert sérstakt lag þrátt fyrir grimman texta. Clap rúllar í gegn á boom bap takti sem hipphopp þekkir hvað best. Showtyme og Dj Boogie Blind kíkja í heimsókn og standa vaktina eitulharðir. Skemmtilegur texti svona alvöru einsog sumir myndi segja. Black Hand Side mitt uppáhalds lag svona svipaður fílingur í "My Life" Styles P ljáir honum sína hörðu rödd og Phonte sýngur silki smúth söng. Ghetto/soul fílingur í þessu! Let My People Go svona "Simon Says" grúv í gangi, predikun, gospel og láttu fólkið mitt vera! Shine svona öðrvísi flæði, gefur lagin skemmtilegn karakter. Mela Machinko syngur að snilld og endurtekur orðið shine sem lendir mjög vel. Haile Salassie Karate verulega skemmtilegur söngur hjá Mr. Porter og Pharoahe fylgir vel með skemmtilegum pælingum. The Hitman slappasta lagið á plötunni búnað heyra þetta áður! Assassins sýnir Jean Grae að hún er ein af þeim þéttustu í bransanum. Royce Da 5´9 klikkar seint einsog Pharoahe Monch sjálfur. Textinn ræður ferðinni! Takturinn skiptir engu máli! The Grand Illusion (Circa 1973) sæmilegt lag var alltaf að bíða eftir einhverju meira. Citizen Cope syngur sig ágættlega. Still Standing fínt lag og lokar plötunni vel. Hann er hérna ennþá þrátt fyrir hvernig tíminn hefur þróast. Jill Scott stendur sig með prýði. Pharoahe Monch talar ekki undir rós! Hefur ennþá mikið að tala um enda svona svolítið upp á móti öllu. Fínasta plata, nokkur lög sem fá fína spilun hjá mér en síðan er nokkur sem ég mun 
aldrei hlusta á aftur.

Evolve

Black Hand Side

Let My People Go

Shine

No comments:

Post a Comment