Monday, July 4, 2011

The Raveonettes - Rave In The Grave

Ég er ekki mikið fyrir heróin tónlist. Hljómar allt svo kærulaust, niðurdrepandi, ósjarmerandi og næsta er bara snúran. The Raveonettes danskt dúó sem er skipað af Sune Rose Wagner (gítar, önnur hljóðfæri og rödd) og Sharin Foo (bassi, gítar og rödd) tekst hinsvegar að sannfæra mig um að þau ætla ekki að drepa sig. Hefjum leikinn segja þau svo! Recharge & Volt kraftlaust en mig langar að heyra næsta. War in Heaven mjög seyðandi og skemmtilegt . Flott gítarspil, grúvar vel og söngurinn smell passar við. Set þetta á pleilistan! Forget That You´re Young eyðumerkufílingur í gangi hið óvænta á ferðinni. Fyrsta sinn sem þau syngja saman á plötunni og þau ná því bara nokkuð vel. Smekklegur trommusláttur. Apparitions mjög dullarfullt og drungalegt keyrt áfram á þungum takti og fjarlægðum röddum. Summer Moon krúttlegt og þægilegt! Let Me On Out ljúft og saklaust með röff gítar. Ignite þau eru kominn í stuð og ætla að kveikja í okkur! Rafmagnaður fílingur sem kemst smá á flug. Evil Seeds uppáhalds lagið mitt. Spúki hljómur í gangi og maður bíður eftir næsta sem kemur skemmtilega á óvart. Flott uppbygging og manni langar að heyra það læv! My Time´s Up það er komið að leiðarlokum. Smá svona jarðafarafílingur á tilraunankenndan hátt hvernig sem það hljómar. En það gengur upp. The Raveonettes er mjög skemmtilegt band þar sem gítarinn ræður ferðinni. Öll löginn er byggt í kringum gítarinn og stundum finnst mér einsog söngurinn sé filling.

War In Heaven

Evil Seeds

My Time´s Up

No comments:

Post a Comment