Ég held að flestir séu búnað bíða eftir alvöru r´nb/soul einsog það þekktist hérna áður fyrr. Kalifornía pilturinn Aloe Blacc stendur svo sannarlega undir. Færir manni þennan gamla sól/blúss með skoti af reggí. Maður þekkir frá Marving Gaye, Al Green og síðan nýja kynslóðin þar er Anthony Hamilton ofarlega í huga. Sálar partýið byrjar með I Need A Dollar sem er sungið með mikilli innlifun yfir mjög leiðandi píanó og maður finnur að honum sár vantar dollaran. Flottur texti með smekklegum sól hljómi. Good Things reggí tónarnir gleðja mann við fyrstu sekúndu og fágóður texti um konur. Take Me Back drúngaleg hverfisblúss í átt að dólga tónlist, kalt yfirbragð sem flytur mann hægt og rólega áfram. You Make Me Smile svalt reggí dáleiðir mann og játníng í gangi. Politician Black Panther er í mótmælagöngu að mótmæla fátækt, óréttlæti og spillingu. Gríðarleg stemmning. If I minnir mig á The Doors orgelið verulega flott seyðandi sánd. Momma Hold My Hand einsog allir þekkja þá fær Mamman alltaf stórt hrós margar rósir í sálar tónlistinni. Hér er ekkert falið og einfaldlega sagt "Mamma þú ert allt" virkilega fallegt og einlægt lag. Hey Brother er að mínu mati slakkasta lagið. Svona pimp fílingur í gangi. Sungið fyrir sykur pabbana. Femme Fatale mjög þungt og dapurt en samt svo hreint. Vinnur vel með tímanum. Green Lights mitt uppáhalds. Rosalega flott melodí og grípandi texti. Þar sem brassarnir koma með þægilegt grúv. Miss Fortune lúmskt reggí sem fær mann til að dilla höfði. Tileinkað ríku pabba stelpnana sem falla fyrir lág stéttar piltunum. Life So Hard réttlætiskennd í hávegum höfð. Meinningarfullur texti sem fjallar um hvað sumir eiga erfitt að þurfa endalaust að berjast í bökkum. Með eindæmum flottum slæt gítar kemur sterkur inn. Flott báráttu sveifla. Politican (Reprise) endar mjög vel á flottum brassa tónum og gítar rekur smiðshöggið!
Mér líður einsog ég sé að keyra á gamalli drossí í gegnum Harlem á 70´s áratugnum. Black Panther´s eru að mótmæla og ljúfir sálar/reggí tónar bergmála um hverfin. Aloe Blacc er byltingakenndur söngvari sem vill sjá breyttingar og vonar svo sannarlega að söngurinn ná til fólksins. Mikill baráttu hljómur og honum þykkir vænt um fólkið sitt. Hreinræktaður töffari!!
Good Things
Momma Hold My Hand
Green Lights
Life So Hard
No comments:
Post a Comment