Friday, July 1, 2011

Big K.R.I.T. - Return of 4Eva

Big K.R.I.T. kemur frá Mississippi. Hefur gefið út 7 mixtape og vakið athygli fyrir ljóðræna texta og ákveðið flæði. Einn af þeim röppurum sem tekst að vera hreinn og beinn þegar hann nálgast tónlistina. Gagnrýnendur hafa farið svo langt með að lofa líklegri velgengni hans við Outkast, U.G.K, Scarface. Þegar kemur að suðurstranda rappi þá vill það oft vera þannig að helmingur er hræðilegur og aðeins orfáir sem stand virkilega upp úr. Big KRIT er einn af þeim og heyrist það augljóslega á mixtape-inu Return of 4Eva. Byrjar á  R4 Introi þar sem hann leggur línurnar fyrir það sem á eftir að koma. Rise and Shine minnir mig á Outkast sem er góður fílingur þar sem hann vitnar í línuna Get It, Get Out, Get Something sem hljómar kunnulega í Get It, Get out lagin með Outkast. R4 Theme Song mjög ferskt lag og ekta lag fyrir kaggann. Dreamin´ er eitt af mínu uppáhalds virkilega smúth hljómur og skemmtilegt að heyra hvernig hann leggur flæðið niður. Síðan koma 4 lög sem minna mig á U.G.K og grípa mig ekki nóg. Stefna breyttist í Highs and Lows þar sem hann tekur á rás að syngja og nærð því mjög vel ásamt sérstöku væbi. Shake It fer hann með mann í létt ferðalag og fær Joi sem er mjög þekkt suðurstranda söngkona til að syngja með sér og maðurinn sekkur manni alveg niður í sætið. Maður vaknar síðan úr þessari alsælu King´s Blues sem er mjög líkt Highs and Lows. Time Machine fær maður hans innblástur í æð sem er Outkast, U.G.K, Scarface ásamt smá aðstoð frá Chamillionaire. Siðan koma 4 óspennandi lög en nær athyglinni aftur á Free My Soul sem læðist að manni með hverji hlustun. Smá predikun í gang i enda alltof góð í hófi! The Vent er svona hans gæsahúða lag þar sem hann fer yfir liðna tíma í gettóinu. Flott melodí í gegn og textinn alveg límist við mann. Country Shit er svo rúsínan í pylsuendanum þar sem hann fær Ludacris, Bun B til að loka tjáningar partýinu. Enda einsog þekkist eftir mikla vinnu kemur fjör! Big K.R.I.T. er klárlega framtíðin og verður skemmtilegt að heyra hvað hann kemur með næst... fæ svona flashback fíling þegar ég beið eftir næstu Outkast plötu hann hefur það!

Rise and Shine
http://www.youtube.com/watch?v=DembK6LdV_Q

R4 Theme Song
http://www.youtube.com/watch?v=xeZAUT78y50

Dreamin´
http://www.youtube.com/watch?v=sqYgfX6dfxc

Highs and Lows
http://www.youtube.com/watch?v=e-uJI12vH4Q

Shake It
http://www.youtube.com/watch?v=QiEHFybY-h8

Kings Blues
http://www.youtube.com/watch?v=c4tJhOISuBI

Time Machine
http://www.youtube.com/watch?v=lqvvWl6tYBw

Free My Soul
http://www.youtube.com/watch?v=8qSY5eknNuc

The Vent
http://www.youtube.com/watch?v=NqacrywmCCo

Country Shit
http://www.youtube.com/watch?v=9G49Tdw4KDw

No comments:

Post a Comment