Thursday, June 30, 2011

Cyhi The Prynce - Royal Flush 2

Cyhi The Prynce kemur frá Atlanta. Einni stærstu hipphopp borg sem hefur rekið lestina fyrir frumkvæði í hipphoppinu enda koma brautriðjendurnir Outkast þaðan þannig það er ekki skrýtið að mikið af frumkvöðlum fæðist þaðan. Cyhi var uppgötvaður af Kanye West og nánast í sama atviki var hann kominn á samning hjá G.O.O.D Music. Hann hefur verið duglegur að gefa út Mixtape og hafa þau alls verið 5. Hérna kemur sem sagt 5 Mixtape-ið hans! Ég búnað fylgjast með honum enda hefur hann birst í nokkrum lögum með Kanye West. Kanye West er nú þekktur fyrir að þefa upp góða rappara enda horfir hann á textana og hvað einstaklingurinn hefur að segja og hvernig hann tjáir sig. Cyhi er enginn undantekning mættir eitilharður inn um dyrnar ásamt nokkrum vel völdum gestum Yelawolf, B.O.B, Big Sean ásamt fleirum. Ekki skemmir fyrir að hafa Kanye West, No I.D og J.U.S.T.I.C.E League bakvið taktaborðið. Platan fer ljúflega af stað í fyrsta laginu Spadez Interlude með afrískum söng sem byggist hægt og rólega og maður finnur að eitthvað er á leiðinni. When the Smoke´s Clears er seinni lagið og hann er kominn á gott ról. Cold as Ice fylgir sterkt á eftir með sígilda samplinu sem M.O.P eru þekktastir fyrir . Rekur síðan naglann niður í Bulletproof og fær Yelawolf til að aðstoða með smiðshöggið. Thousand Poundz toppar með Pill & Pusha T innanhandar. Fyrstu fimm lögin eru mjög góð en síðan líður á plötuna og maður er farinn að heyra þessi fimm lög endurtekinn sem er þekktur leikur. Þetta virkilega gott Mixtape og það verður gaman að heyra fyrsta frumburðinn hans sem er væntanlegur.

When the Smoke´s Clears
http://www.youtube.com/watch?v=dhhYiGhmtLM

Cold as Ice
http://www.youtube.com/watch?v=lKGwt8v0bPI&feature=related

Bulletproof
http://www.youtube.com/watch?v=B6nnuLhHiJA&feature=related

Thousands Poundz
http://www.youtube.com/watch?v=z6ycAjttVik

No comments:

Post a Comment