Thursday, June 30, 2011

Big Sean - Finally Famous: The Album

Big Sean er fæddur og uppalinn í Detroit. Hef ég hefði aldrei heyrt hvaðan hann kemur og þyrfti að gíska myndi ég hiklaust segja Chicago. Hann með þetta Chicago flæði enda er hann á málum hjá G.O.O.D Music sem er í eigu Kanye West. Hann uppgötvaður af sjálfum meistaranum og árum seinna skrifaði hann undir samning. Big Sean hefur verið duglegur að gefa út mixtape og verið gestur hjá hinum og þessum röppurum. En hér fær hann að skína á sínum eigin spýtum og sýna hvað í honum býr. Hann er af svokölluðu laid back flæðis kynslóðinni þar sem allt snýst um að vera vel afslappaður og helst ekki reyna á sig þegar orðunum er ýt fram. Hann fær góða gesti til að hressa upp á frumburðinn sem dæmi sjálfan Kanye West, Lupe Fiasco, Pharrell, John Legend ásamt fleirum. Pródúserarnir eru ekki af verri endanum þar sem No I.D sér nánast um flest lögin ásamt Neptunes, Boi-1da. Ég búnað vera mjög spenntur eftir að heyra gripinn og náði loksins að hlera hann um daginn. Þetta byrjar vel á Introinu þar sem hann kynnir sjálfan sig til leiks síðan dettum við I Do It sem er hálf klisjukennd. Platan grípur mig ekki fyrr en Lupe Fiasco mættir til leiks í laginu Wait for Me þá heyrir maður að Big Sean er nokkuð ferskur síðan hjálpar Kanye West honum í Marvin & Chardonnay sem nær engu flugi. Ég finn fyrir að við erum komnir í loftð í High þar sem Wiz Khalifa & Chiddy Bang bregða á leik með honum. Flugvélin lendir alltof oft og býður þér upp mjög stuttar ferðir! Hefði verið gaman að geta flogið í lengri tíma en raun ber vitni!

Don´t Wait for Me
http://www.youtube.com/watch?v=Gt1NB2SeiCc

High
http://www.youtube.com/watch?v=F0by3WWG8rU&feature=related

No comments:

Post a Comment