Random Axe skipa Sean Price og Guilty Simpson. Platan er prodúsuð af Black Milk sem sér um alla taktagerð plötunnar. Flestir þekkja kannski Sean Price sem einn af meðlimum í grúppuni Heltah Skeltah og Boot Camp click sem voru mjög vinsælir á gullna tímabilinu 96-99. Báðir aðilar mjög virtir í Boom Bap senunni þar sem textarnir skipta hvað mestu máli. Það fer ekki fram hjá neinum við hlustan á þessari plötu að hér er harðkjarna rímarar sem látta yfirborðskennda rappið alveg vera. Ekki mikið þekktir í mainstream senunni en ef þú ættir að týna út 3 virkilega góða vanmetna rappara þá er þetta blandan. Hér á ferðinni er New York mættir Detroit þar sem Black Milk (Detroit) sýnir að hann er með þeim fremstu þegar kemur að sálar sömplum og þéttumföstum töktum. Sean Price (New York) hefur alltaf verið þekktur fyrir harðar rímur, pönslínur og flottar myndlíkingar. Hér gefur hann ekkert eftir og má segja að hann mætti með klókari rímur sem bera keim af fullorðins. Guilty Simpson er verulega þéttur með svona mean mugging stíl sem passar vel við taktana hans Black Milk og flæði hans Sean Price.
Random Call
http://www.youtube.com/watch?v=Cs9QPVh5V6I
Everybody, nobody, somebody
http://www.youtube.com/watch?v=lafuwe7E4es
No comments:
Post a Comment