Thursday, June 30, 2011

Bon Iver - Bon Iver

Það óhætt að segja að Bon Iver (Justin Vernon) sé orðinn hipphopp veröldinni kunnungur. Enda búnað vinna með Kanye West bæði í Monsters og Lost in the World. Ég varð strax hrifinn af Bon Iver þegar ég heyrði plötuna For Emma, Forever ago nánast öll lögin sem heilla mann. Það er eitthvað við röddina hans sem fær mann til að detta inn í tónlistina og gleyma tíma og stund. Þannig ég beið spenntur eftir næsta plötu! Ég var ekki lengi að skella henni í tækið og hlera hana. Eftir fyrstu hlustun var maður svona að melta hana enda góður vani að hlusta oft á sömu plötuna til að fá heildarmynd. Ekki hægt að segja að ég hafið orðið fyrir vonbrigðum heldur kom mér mjög svo á óvart hvað hann væri breyttur. Breyttingar er til hins betra en stundum gengur það ekki upp! Bon Iver er svo sannarlega búnað breyttast, kominn í rafmagnaðan fíling, djupa texta sem missa svolítíð taktinn og ná ekki að skila sér. Þessi plata stendur ekki mikið upp úr, svolítið gleymanleg og á ekki eftir að fljóta í tækinu til lengdar. Þrátt fyrir þá stendur rödd hans alltaf upp úr og heillar væntanlega næsta mann meira en hún gerði fyrir mig á þessari plötu.

Calgary er eina lagið sem hægt er að finna á youtube enda gefur lagið tilkynna hvernig þráðurinn er á plötunni.

http://www.youtube.com/watch?v=KbJy1zeoDn4

No comments:

Post a Comment