Monday, August 29, 2011

Fruit Bats - Tripper




Fruit Bats er amerísk rokk hljómsveit skipuð af þeim Eric D. Johnson, Sam Wagster, Ron Lewis, Graeme Gibson og Christopher Sherman. Þegar ég heyrði fyrsta lagið með þeim þá var ég ekki frá því að þetta væri Sean Lennon sonur John Lennons sem væri að syngja. 

Tony The Tripper slær inn á mjög ljúfalegan hátt umvafinn gíturum. Maður heyrir augljóslega létt bítla sánd. So Long heldur áfram á sömu nótum. Mjög hugljúf harpa leiðir lagið í gegn. Tangie and Ray bíður upp á léttan ljósan blúss. Búið að bæta píanói við. Shivering Fawn fallegur sveita hrynjandi ríður á vaðið undir prýðis rödd. Your´re Too Weird skemmtilegur kassagítars blúss með mjög hressandi söng. Heart Like and Orange smá sækadelik fílingur í gangi en á mjög mildan hátt. Dolly heldur sama tempói og seinast ennþá mjög ljúfur. The Banishment Song mikið frelsi í gangi og maður heyrir berskjöldun. The Fen fljúgum um fjöllin blá og horfum niður á hafið. Wild Honey algjör slökkun maður er alveg að líða út af. Heillandi hljómgrunnur. Picture Of a Bird  fínt að enda þetta einsog var byrjað á. Byrjunin á endirinum og endirinn á byrjuninni. Léttur sveita blúss!


Mjög róleg og hugguleg plata. Fínt að skella henni í tækið við huggulegar stundir. Góður söngvari og fjölbreytt spilamennska sem kemur manni á fallegan stað.

Picture Of A Bird

When Saints Go Machine er dönsk hljómsveit er skipuð af Nikolja Vonsild (söngur),Jonas Kenton(hljómborð), Simon Muschinsky (hljómborð) og Silas Moldenhawer (trommur).Söngvarinn er með mjög sérstaka rödd sem er eiginlega ástæðan af hverju ég vildi heyra meira. Konkylie hefst með einsöng sem leiðir hálfa leið þar til fleiri bætist við. Church And Law mjög drungalegt til að byrja með síðan léttir aðeins yfir. Hljóðgervlar og með eindæmu töff söngur. Parix sama flæðið streymir í gegn. Alltof flott tónlist! Chestnut  lágstemmd eitthvað sem maður hefur ekki heyrt áður. Drekkur alveg synthann í sig! The Same Scissors ófyrirsjáanlegt maður veit ekkert við hverjum maður á að búast við næst. Eitt orð dáleiðandi! Jets afrískur trommusláttur og ruglingslegur söngur en samt gengur upp. Kelly poppaðasta lagið hingað til en myndi vera undir alternative popp. On The Move mjög líkt öðrum lögum á plötunni sem er bara mjög gott. Whoever Made You Stand So Still mjög skrýtið en sam töff.Terminal One mesta stuð lagið hingað til. Add Ends endar á sama hátt og byrjað var. Mikil einsöngur með tónlistina kítlandi undir.

Mikið ambíent, frumkvöðul og með alltof flotta rödd. Verður betri með hverji hlustun.

Church and Law

Parix

The Same Scissors

Kelly


Hard-Fi - Killer Sounds



Hard-Fi er breskt indí hljómsveit sem hefur verið að vekja athygli í bretlandi og hefur átt tilnefningar bæði hjá Mercury Prize og Brit Awards. Hljómsveitin er skipuð af þeim Richard Archer (söngur og gítar), Ross Phillips (gítar og bakraddir), Kai Stephens (bassi og bakraddir) og Steve Kemp (trommur og bakraddir). Ég komst á bragðið eftir að ég heyrði Good For Nothing sem 
byrjar afsprengju vel, hipphopp fílingur fyrir allan peninginn. Mikill kraftur og alveg augljóst að hér eru bretar á ferð! Fire In The House búið að tjúna heldur betur upp, dansinn kominn á kreik. Virkilega grípandi áferð! Give It Up heldur sama dampi, stefnan tekinn á rúllandi steina. Mjög hrátt poppað wiskey rokk!  Bring It On rokkað af guðs náð. Rúllar á mjög hörðu bíti og maður sér alveg bullurnar fyrir sér í góðum gír. Feels Good indverskir straumar, hljómar hálf eitthvað kjánalegt en af einhverju leyti þá gengur það upp á sinn hátt. Stop keyrt í gegn með hörðum slætti og hljóðgervlum. Ekkert spess í gangi nema hann getur ekki stoppað! Stay Alive hljóma einsog mörg önnur lög á plötunni. Ekkert nýtt bara það sama! Excitement skiptum um lag! Love Song poppaðasta lagið hingað til mjög dramatískt og mikil gredda í gangi. Sweat gott dæmi þegar trommuheilar og gítar súpa koma saman. Verður hálf eitthvað óþægilegt til lengdar. Killer Sounds fínt að enda á akústik, taka þetta á rólegu nótunum. Uppreisn er í loftinu og það kæmi mér ekki á óvart ef þessi hljómur myndi snerta uppreisnar æruna. 


Hard-Fi byrjar af krafti með frumlegum pælingum en síðan dettur þetta niður í eitthvað sem maður hefur heyrt áður. Hef þú fílar New Order þá ættu þeir eflaust að kítla eyrun.

Good For Nothing
Fire In The House
Give It Up

Friday, August 26, 2011

Tupac flæðir í gegnum kerfið okkar!!


Einn meðlimur út Outlawz hafði það eftir sér í viðtali að félagarnir hefðu reykt öskuna hans 2pac´s og vitnuðu í setningu sem hann sagði"last wishes ni**ga, smoke my ashes´s" í laginu Black Jesus.

Þetta kallast að taka menn á orðinu!


Chapter - EBT (It´s Free Swipe Yo EBT)


Þetta lag er að vekja hörð viðbrögð vestanhafs enda er hún að skjóta á sína eigin menningu.




Thursday, August 18, 2011



Royce Da 5´9 er einn af þeim Detroit röppurum sem hafa hvað vakið mest athygli. Einsog sumir þekkja þá er Detroit svona einn af þeim stöðum þar sem textarnir skipta hvað mestu máli og orðið emmsí er ennþá til. Hann hefur verið mikið í undergrádinu og er mjög virtur fyrir vinnu sínu að halda hipphoppinu lifandi. Vindum okkur í fyrsta lag Legendary enginn undantekning hér á ferð. Mikið rokk í gangi enda kemur Travis Barker við sögu. Royce er í ham!! Writer´s Block lúmsk skot á senuna. Það sem flestir segja myndi ekki teljast ritstífla hjá þeim félögunum. Eminem setur sinn svip! Merry Go Round hann er í banastuði og gefur okkur fína sögu að ekkert gerist af ástæðulausu. Where My Money skemmtileg pæling og hann er enginn duttlungur. Er þarf að halda lífinu í hipphopp leiknum. Hipphopp læknirinn!! Búnað heyra þetta áður!! Kid Vishis kemur á óvart. On The Boulevard góður fílingur, erfiðin eiga sinn stað. Fær Nottz & Adonis til að bæta við í baráttu söguna. I Ain´t Coming Down Royce tekur sig til og syngur með prýðis vettlingi. Hann er ekkert á leiðinni niður þannig slappið bara af! Security votar Proof virðingu á mjög skemmtilega hátt. Honum verður sárt sáknað. Second Place sannar Royce að hann er einn af þeim færustu í leiknum, ótrúlegan orðaforða og menn þyrfti að lesa orðabókina til að komast þar sem hann er með hælana. My Own Planet verulega funkað lag, þeir eru á annari plánetu sem aðeins þeir færustu geta heimsótt. Joe Budden kíkir við! I´ve Been Up I´ve Been Down fínt að enda á hægðum og lægðum. Virða fyrir sér landslagið og draga andan létt.

Royce Da 5´9 gefur ekkert eftir og á heima með þeim bestu. Búnað taka þvílíkum framförum og óhætt að segja að Eminem sé búnað slíppa demantinn sinn.

Legendary

Merry Go Round

On The Boulevard

I Ain´t Coming Down

I´ve Been Up I´ve Been Down

Wednesday, August 17, 2011

Gypsy & The Cat - Gilgamesh



Gypsy The Cat er hljómsveit frá Ástralíu sem er skipuð af þeim Xavier Bacash & Lionel Towers. Ég rakst á þessa grúppa eftir að hafa verið að lesa um Empire Of The Sun sem koma einmitt frá Ástralíu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara hlusta á þannig renndi gripnum í gegn.Time To Wander hrátt, yfirferðamikið, hrífandi söngur og grípandi trommur. Stadíum fílingur fyrir allan peninginn! The Piper´s Song ljúfur sumarblær sem slær við manni með silki harmóní rödd. Hippafílingur! Jona Vark virkilega taktfast, gott grúv sem kallar á gleði. Flott gypsí popp! Gilgamesh titil lag plötunar. Aðeins búið að róast, töffarakeimur lekur úr hverju horni og þeir sjálfsagt vita ekki af því. Mjög melódískt og seiðandi! Sight Of A Tear eítís er ekki fjari góðu gamni. Vel stemmdir og sumaráhrifin heyrast greinilega. Human Desire smá byrðir á mönnum. Tilraunarstarfsemin eiga þeir alveg skuldlaust. Mikill eyðimörk hér á ferð! Parallel Universe ferðalagið í gegnum reverbið heldur áfram. Maður veit ekkert hverju maður á að búast við næst! Hástert geim popp!! Breakaway búið er að flýgja yfirborðskennd popp. Flott hvernig raddirnar harmónast og ennþá heldur trommutakturinn heitu sæti. Watching Me, Watching You ástin liggur í loftinu. Æðruleysið á sér allan snúning! Önnur rödd skýtur fyrir!! Running Romeo ástarsorgin skín, skemmtilegt hvernig tilfinninga skalinn hækkar hægt og rólega. Flott uppbygging!! Stadíum afturköll!! A Perfect 2 ferðalagið á enda. Mjög rólegt yfir og kvadd með smá sinfóníu sem er bara fallegt.


Flott spilamennska, mikið að gerast og söngurinn harmónast vel. Spurning hvort Gypsy & The Cat seú heldur seinnir á því, því eítís/syntha/geim popp tók sínar hæðir ekkert fyrir svo löngu. Ef þú fílar MGMT, Empire Of The Sun og Foster The People ættu þeir að vera ekkert vandamál.

Time To Wander

Piper´s Song

Jona Vark

Human Desire

Foster The People - Torches



Foster The People er hljómsveit frá Kaliforníu og er skipað af þeim Mark Foster, Mark Pontius og Cubbie Fink. Eftir að ég heyrði Pumped Up Kicks þá langaði mér að heyra meira með þeim og svo byrja teygjurnar. Þeir spila svona indí/elektronik/popp!Helena Beat hefst með krafti, verulega funkaður fílingur sem dregur lagið á óútreiknalegan stað. Frábær söngvari! Pumped Up Kicks sérlega skemmtilegt lag, lágt tónað en af góðum ástæðum nær það fínum hæðum. Frábær kaliforníu bræðingur! Call It What You Want svona diskó keimur rennur ve yfir. John Travolta hefði teygt loppan eftir dansgólfinu á sínum tíma. Mikil gleði í lofti! Color On The Walls (Don´t Stop) diskólestinn heldur áfram í mjög góðum gír. Enda engin ástæða til að stoppa!! Waste heyrist augljóslega að þau eru að skemmta sér og spilamennskan skín af þeim. Fjölbreytni í hávegum höfð! I Would Do Anything For You finnst einsog ég sé búnað heyra þetta lag áður þannig ekkert annað hægt að segja. Houdini ágættislag en hreyfir samt ekki mikið við mér. Hustling (Life On The Nickel) hipphopp fílingur, fyrsta sinn sem ég heyri hustling hjá indí hljómsveit. Merkilegt ekki satt!! Miss You dansvænt en grípur mig engan veginn. Warrant nú er komið að endalokum og píanó fylgir okkur að endanum. Melódískt með góðu grúvi.

Fimm fyrstu lögin gefa manni góðan gaum en síðan endurtaka þau sig í restina. John Travolta væri farinn af dansgólfinu!!

Helena Beat

Pumped Up Kicks

Call It What You Want

Color On The Walls (Don´t Stop)

Waste


Tuesday, August 16, 2011

Jay-Z & Kanye West - Watch The Throne



Alveg óhætt að segja að Jay-z & Kanye West séu með þeim fremstu þegar kemur að frumkvæði, textunum og hverning þeir nálgast tónlistina. Báðir búnað vinna grammy verðlaunir, selja plötur einsog rennilás. Hafa áhrif á tónlist yfir höfuð svipað og Jordan & bryant hafa á körfubolta. Dömur mínar og herrar þá byrjar sálmurinn. No Church In The Wild röff taktur, flott uppbygging, skemmtilegir textar og Frank Ocean skilar sínu vel. Það er engin kirkja í óbyggðunum! Lift Off mjög poppað lag, mjög fyrirsjáanlegt og Beyonce ljáir þeim hennar prýðis rödd. Ni**as In Paris svona big pimpin fílingur, jay-Z rappar mjög hratt og kanye tekur hægari ferðina. Frekar tilburðarlítið lag til að byrjar með síðan koma kaflaskipti og mér líður einsog ég sé að hlusta á einhverja indí hljómsveit. Þeir greinilega fylgjast með tónlistarbylgjunni! Gotta Have It indverskur fílingur, félagarnir ræða málin saman svona hverjir þeir eru og skjóta á free mason getgátuna. Hvít fólk hatar þegar svartur maður rúllar hátt! New Day flott lag,fín réttlætiskennd og tala um hvað þeir ætla ekki að gera þegar þeir eignast son. Gefa honum góða veginn ekki harða veginn! That´s My Bitch fínt grúv, skemmtilegt hvernig þeir blanda söngvunum saman. Gefur laginu góða yfirferð! Þeir eiga svalar tíkur! Welcome To The Jungle án efa flottasta lagið á plötunni. Jay-Z dettur í sitt gamla stuð, leikur sér að orðunum og fer yfir hvernig lífsferlið hans hefur þróast. Tveir þumlar upp!! Who Gon Stop Me dubstep er komið inn í húsið, auðvita tækla þeir slíkt. Skemmtileg uppbygging og kaflaskipt. Jay-Z fer á skemmtilegt flug en búnað heyra alla þessa texta áður þannig heillar mig ekkert rosalega. Murder To Excellence þeir eru mannlegir eftir allt. Virkilega flottir taktar, þeir vilja minni stríð og meiri frið. Svona eina lagið sem þeir detta báðir í stuð! Made In America skemmtileg sögustund hjá félögunum, fara yfir horfnar slóðir og bakka upp systur og bræður! Why I Love You vitnar í alla þá sem þeir hafa hjálpað og spyrja sig afhverju þeir seú að hata á þá! Jay -Z nær fínu flugi! Illest Motherf**ker Alive minnir mann á Three 6 Mafia. Suðurstranda fílingur flýgur yfir og kanye West & Jay-z blessar okkur með sinni nærveru. Ham þeir eru þeir hörðustu í bransanum en myndu roðna við hliðin á 2pac. Bara annað egó lag! Primetime önnur sögustund hjá bræðrunum ekkert nýtt bara teygja á því gamla. The Joy gaman að heyra Curtis Mayfield en annars er ekki mikið á ferðinni. Otis votta sálsöngvaranum Otis Redding virðing en skilja voða lítið eftir.

Jay-Z & Kanye West eru klárlega kóngarnir í leiknum. Rúlla upp rauða teppinu og labba fram og aftur. Eiga báðir góða spretta! Flottir taktar, fínir textar en engir frumkvöðlar! 

No Church In The Wild

New Day

That´s My Bitch

Murder To Excellence 

Wednesday, August 10, 2011

Washed Out - Within and Without

Washed Out hljómar einsog hljómsveit en er aðeins skipað af einum meðlimi Ernest Greene. Ég hef verið svona hægt og rólega að detta inn í chillwave menninguna sem er svolítið áberandi þessa stundina. Eyes Be Closed hafið bláa hafið fílingur, léttur ambíent straumur stuttfullur af hljóðgervlum. Maður lokar augunum og finnur einhvern rólegan stað. Echoes segir allt sem þarf að segja mikið bergmál í röddinni. Gott grúv sem magnast með hverji mínútunni. Skemmtilegur synthi sem leiðir lagið! Amor Fati mikill von í lofti, keyrt af gleði og maður heyrir sjóinn hvísla á ströndinni. Algjört strandarpartý! Soft léttskrúðag, draumórakennd stefna sem leiðir hugan á fallegan stað. Far Away aðeins komið stuð í fólkið en rólega bylgjan heldur samt sínu sæti. Melódískt sem slær sig upp með fiðlu sem gefur laginu góðan gaum. Hresst og grípandi! Before maður er alveg kominn í yfirlið og svífur á vængjum æðruleysisins. Frelsið alveg uppmálað! You And I indjánafílingur, maður er búnað selja allt og kominn út í villtu náttúruna. Fiðringur í maga enda margt vitlausari. Within and Without titill lag plötunnar sem gefur eitthvað yndislegt tilkynna. Rólegt og yfirvegað! Smá japanskt í endan sem kemur skemmtilega á óvart. A Dedication núna er komið að svefntíma og maður fer þægilega til náðar. Búið að slökkva öll ljós, finnur fyrir þægilegri tilfinningu og sem endar með að maður byrjar að dorma.

Mikið ambíent, draumórakennt og svefninn er til reiðu. Fínar melódíur, söngurinn afslappaður og þú hverfur inn í hljóðgervlana. Ekkert sérstakt lag stendur upp úr bara renna plötunni í geng mjög þægileg og afslöppuð!!


Trae The Truth - Street King


Trae The Truth er einn af þeim sem stofnuðu Chop & Screw stefnuna í Houston. Búnað vera að lengi og gefið út mörg mixtape og margar plötur. Hann er sægnaður hjá Rap-A-Lot Records sem er þekktir fyrir að vera með þá alhörðustu á sínum snærum. Ég renni Street King í gegn... Strapped Up mjög drungalegt lag, minnir mann á atriði í hrollvekjumynd. Menn tilbúnir með byssuna í beltinu og houston á bakkinu. Fær Pyrexx til að hjálpa til vekja upp martröðina! Woke Up This Morning velkomin í ghettóin, við hötum hvernig við lifum en við elskum dauðu forsetana. Rod-C & Jayton eru sammála. Inkredible indverskur fílingur í gangi. Menn að tala kóngamál og hefur þú snertir kórónuna þá verður þér slátrað! Rick Ross & Jadakiss taka í sama streng. Gettin Paid aðsjálfsögðu er menn að fá útborgað! Wiz Khalifa hjálpar honum að telja þessa heitu sætu seðla. Lífið er yndislegt! Iam The Streets fyrir alla höstlerana sem gera sitt við tölum í gegnum ykkur! Lögfræðingar, viðskiptamenn og þá sem rúlla hátt á götunni. Rick Ross, Lloyd & Game þeir eru þið! Keep On Rollin eitt fyrir þá sem eru úti rúllandi! Þið eruð á leiðinni heim bara spurning hvernig þið komiðst og hvenær. Ljúfur söngur leiðir í gegn og manni langar að stelast í eina sígarettu og hverfa inn í reykinn. That´s Not Luv það virðist vera lítll ást á götunum sem kemur mjög á óvart. Seinast sem ég vissi þá er menn svo elskulegir djúpt í skítuga suðrinu. Lil Wayne er sammála að þeim vantar meiri ást! Life tveir reyndir í hettuni með ghetto sögur á hreinu. Mildur og ljúfur taktur! Jadakiss á eina eða tveir sögur til að segja. Goes Out til allar þeirra sem eru horfnir af braut við lifum fyrir ykkur. Sannir herramenn sem stand við sína og fara þannig. J-Dawg , Brain Angel & Scarface styðja við og ljá sína sorgar hverfis sögu. Tvímælalaust besta lagið á plötunni! Slum Religion þú segir okkur ekkert, við erum búnað lifa í slömminu syngur Wyclef á meðan Trae The Truth hefur sína sögu að segja! Flottur gítar kemur í endan. Not My Time djupur ghettó blús. Trae The Truth hefur lifað tímana tvenna og kallar ekki allt ömmu sína. Fær Lynzie Kent til að syngja með samúð í hjarta. Hood Shit umleið og ég sá Shawty Lo væri í laginu skipti ég umsvifalaust! Im Fly búnað heyra þetta ekkert áhugavert! Street King hann kóngurinn á götunni! Its All I Know ekki messa við þeim, þú veist ekki hvað þeir eru búnað að fara í gegnum. Messy Marv tekur undir! Im Gone Bus sömu áherslur í seinasta lagi. Just Dont Get It óhætt að segja þetta sé poppaðasta lagið á plötunni fær MDMA til ná því fram. Flott saga, skemmtilegur taktur. Im On fín endir, fær Lupe Fiasco, Big Boi, Wale & MDMA til að hjálpa sér að kveðja með stæl. 

Trae The Truth er djúpt inn í skítuga suðrinu. Búnað upplifa ansi mikið, hatar þennan lífstíll en elskar dauðu forsetana.

Getting Paid

Goes Out

Keep On Rollin

Im On
http://www.youtube.com/watch?v=KYWWIZZGyt4

Little Dragon - Ritual Union


Little Dragon er hljómsveit sem ég óvart rakst á eftir að ég var að skrolla eftir skemmtielgum indí plötum. Bandið er skipað af fjórum meðlimum, Yukimi Nagano, Erik Bodin, Fredrik Kallgren Wallin og Hakan Wirenstrand. Ég vissi í raun og vere ekki við hverju ég átti að búast en nafnið heillaði mig og skellti þessu í tækið. Ritual Union byrjar með mjög töff trommum, mjög grípandi melódíu og röff söng. Ég er spenntur fyrir næsta lagi! Little Man mikilli ska fílingur, svona reggí - pönk keimur hugsa ég. Hratt flæði og skemmtilegt hvernig söngkonan heggur með röddinni. Brush The Heat einkennist af afrískum - indí hljómi mjög sérstakt. Leynist hægt og rólega r´nb áhrif og söngkonan sýnir á sér aðrar hliðar. Shuffle A Dream japanskur hljómur keyrður með mjög kjanalegri laglínu en einhvernveginn gengur hún upp. Ég er orðinn hrifinn af þessar söngkonu! Please Turn frekar töff hljómur, dansvæn og maður æsist upp og vill fara að dansa! Crystalfilm ambíent fílingur, maður svífur með laginu og dáleiðist af sjarmerandi söng. Precious dup step keimur, virkilega röff taktur. Söngurinn innsiglir þetta á einstakan hátt. Flott kaflaskipting! Nightlight 80´s fílingur, manni langar að fara gíra sig upp og kíkja út á lífið. Þvílík sveifla! Summertearz ekkert sérstakur taktur en söngurinn alveg fyllir upp hvaða skemmd sem er. Sambó blús! When I Go Out hás- jass fílingur á mjög sérstakan hátt. Sumir yrðu geiðveikir að hlusta á þetta en ég hef þolmörk. Seconds er þetta búið ég hefði vilja heyra meir. En þetta er fínasta víma! Ekkert svo dýr en endist mjög lengi. Slær klukkan hjá Litla drekkanum!

Little Dragon gera sig ábyggilega grein fyrir því hversu rosalegair brautriðjendur þau eru. Með þessari söngkonu er allt í spilunum. Alltof töff band! 

Brush The Heat

Shuffle A Dream

Please Turn

Nightlight


Tuesday, August 2, 2011

Jay Rock - Follow Me Home

Jay Rock er einn að þeim nýju LA röppurum sem eru að koma upp. Hefur verið að vekja athygli og hefur verið co sægnaður af reynsluboltunum á vestur ströndinni. Ég skellti gripnum í tækið og sperti eyrun. Intro býður okkur heim til sín. Code Red velkomin í kalifórníu þar sem fíklar liggja á götum, menn hlaðnir upp á hvern einasta dag. Auðþekkt vest cóst sánd. Bout That ekki reyna að ímynda þér að abbast upp á Jay Rock. Hann hefur enga samúð þegar hann er tilbúinn í slaginn. No Joke hann er enginn brandari þannig ekki einu sinni reyna að hlægja. Fínasti taktur en ekkert nýtt! Hood Gone Love It fínasti götu beinger fær Kendrick Lamar til að aðstoða sig. Westside kíkjum á vestur ströndina þar sem lífið leikur við hverja mínútuna. Chris Brown segjar það sannfærandi! Elbows olnboga dansinn mættur til leiks eða geingsta dansinn. Snoop Dogg dansar væntanlega af krafti! Boomerang frekar litlaust lag. All I Know Is ekkert sérstakt. Im Thuggin yeah yeah hann er að thögga og tupac er ábyggilega brosandi núna! Kill Or Be Killed morðingjar eru á ferð. Felið dætur ykkar og syni! Krizz Kaliko kíkir í heimsókn og Tech N9ne tætir menn í sundur. Just Like Me hversu töff er það að geingbeinga spyr hann og segir okkur sögu úr hverfinu. Mild og flott lag! Jazz fílingur! Fær J. Black til að syngja fyrir okkur. Say Wassup menn bara að keyra fram hjá og heilsa upp á menn! AB-Soul, Kendrick Lamar & Schoolboy Q gefa mönnum spaðann og spurja hvað er títt. They Be On It skipt um lag! M.O.N.E.Y peningar eru allt án peninga getum við gert lítið. J. Black styður við bakið á honum. Fínasta lag og skuggalegur taktur. Finest Hour búnað heyra þetta áður! Rick Ross & Bj The Chicago Kid bæta engu við. Lifes A Gamble sæmilegur taktur skilur ekkert eftir. All My Life fínt að enda með svona hræðilegu lagi og sérstaklega fá Will.I.Am til að syngja in the ghetto, ghetto síðan kemur Lil Wayne og segir okkur ekki neitt.

Jay Rock er nautharður náungi sem hefur hverfis sögur að segja. Ekkert sérstakur penni en er með rödd sem ábyggilega hreyfir við fólki. Ekkert nýtt á ferð búnað að heyra þetta nánast allt. En bætir við lífi í vestur stranda púlsinn!!

Hood Gone Love It

Just Like Me

Elbow - Build A Rocket Boys

Elbow er hljómsveit sem uppgötvaði þegar ég bjó í London. Skipuð af Guy Garvey, Mark Potter, Craig Potter, Richard Jupp og Pete Turner. Gjörsamlega heilluðu mig upp úr skónum, sokkunum og ég dansaði við tónlistina þeirra einsog ég enginn væri morgundagurinn. Birds fer hljóðlega af stað en þegar líður á detta trommur inn og lagið kallar á meiri kraft. 8 mín lag sem heldur manni alveg við efnið! Lippy Kids mjög hugljúft, seyðandi söngur. Maður flýgur með laginu á áfangastað. With Love lágstemmd þar sem sýnir ? hvað hann er magnaður söngvari og leikur sér að fara upp á milli hæða. Mjög tælandi gítar ekki má sleppa klappinu. Neat Little Rows maður finnur að það er eitthvað að fara gerast, mikið í gangi og það er allt mögulegt. Flott uppbygging með afslöppuðum söng. Jesus Is A Rochdale Girl akústik fílingur, svolítið krúttlegt og flott! Jesús er stelpa frá Rochdale! The Night Will Always Win dapurlegt en með sjarma. Nóttin mun alltaf vinna! High Ideals kúrekafílingur, við eru stödd í villtra vestrinu og ríðum af stað í eitthvað spennandi. Mjög einmannalegt en á eflaust eftir að eignast vini. The River mjög fallegt og einlagt. Hleypt í gegn með einmannalegu píanói og áþekkjandi rödd. Open Arms við erum að renna í síðari endan og elskulegir tónar fyllast af ástríðu. Mikið frelsi, æðruleysi og þú finnur kraftinn. The Birds (Reprise) framhald af fyrsta laginu. Drungalegur hljómur svona einsog hann sé einn eftir á barnum velta lífinu í vöngum sér. Dear Friends við erum kominn að leiðarlok. Flott að enda á því að kalla út þá sem manni finnst vænst um og tilheyra manni. Von er í loftinu og við leiðumst öll saman þegar á endann er komið.

Elbow eru algjörir tónlistarsnillingar sem spila flotta og fallega tónlist. Ég er ekki frá því að það glitti í heimsyfirvald á næstum götum. Þeir bera allavega allar byrðir til að fá fólk til að halda!

With Love

Neat little Rows

Open Arms

Black Rob - Game Tested, Streets Approved

Black Rob er frá New York og er einn af þeim sem átti að taka við velgegni Biggie Smalls á sínum tíma. Enda hefur Puffy verið að leita af einum slíkum í langan tíma. Black Rob fór í fangelsi fyrir uppsafnaða glæpi og einhverjar raddir voru á ferð að hann hefði tekið á sig fyrir Puff Daddy. Losnaði ekki fyrir svo löngu síðan og var sægnaður af Duck Down Records sem gefur út Game Tested, Street Approved. Welcome Back byrjar hungraður, tilbúinn í veröldina og hefur engu gleymt. Textalega séð mjög grimmur. Boiling Water algjör götu beinger, minna svolítið á "I Get Money" með 50 Cent en Black Rob sniðgengur og fleygir eld í göturnar. Bumpin fer hann yfir að hann er velkomin hvert sem er enda er hann Black Rob. Flott áferð, fínt taktur og skemmtilegir textar. Can´t Make It In NY hefur þú getur ekki meikað það í New York farðu annað einsog allir vita það er það borgin sem aldrei sefur. Lélegur taktur en fínir textar. Showin Up flott New York sánd, réttlætiskennd í gangi. Talar um hvernig heimurinn er orðinn, alltof margir búnað gleyma hvaðan þeir koma.Ekki nógu margir að kenna heldur í staðinn að monta sig. Celebration flott sumarlag! Hækkaði vel í græjunum þegar ég var að grilla um daginn. Partý lag sem gengur upp. Wanna Get Dough langa þér í pening sem geta valdið þér dauða? Fer yfir hvað heimskan getur oft leidd menn í slæmar afleiðingar. Dökkt lag en skemmtilegur söguþráður. Get Involved fínt lag fyrir stelpurnar! Hef þið verðið var við hann á vegi ykkar þá hann stórt hús, 8 bíla þannið drífið ykkur á barinn! Sand To The Beach klárlega lélegasta lagið hans hingað til. Búnað skipta! Made Me a Man allt sem hann fer í gegnum gerir hann að þeim manni sem hann er. Flott saga, fínt fló passar vel við taktinn. Fuck Em búnað heyra þetta lag þannig ekkert nýtt á ferð. This Is What It Is boom bap fílingur á ferð. Svona er þetta bara! Up North This Is What It Is talar um hvernig lífið í fangelsinu er, ekki fyrir alla. No Fear fyrsta ásamt lagið. Fær Sean Price í heimsókn og þeir detta í netta sögustund.

Engin All Eyes On Me en Black Rob sannar að hann hefur engu gleymt. Sögustundin ennþá til staðar og textarnir í fyrirrúmi. Fáir sem ráða við hann ef því verður deilt!!

Boiling Water

Celebration