Thursday, August 18, 2011



Royce Da 5´9 er einn af þeim Detroit röppurum sem hafa hvað vakið mest athygli. Einsog sumir þekkja þá er Detroit svona einn af þeim stöðum þar sem textarnir skipta hvað mestu máli og orðið emmsí er ennþá til. Hann hefur verið mikið í undergrádinu og er mjög virtur fyrir vinnu sínu að halda hipphoppinu lifandi. Vindum okkur í fyrsta lag Legendary enginn undantekning hér á ferð. Mikið rokk í gangi enda kemur Travis Barker við sögu. Royce er í ham!! Writer´s Block lúmsk skot á senuna. Það sem flestir segja myndi ekki teljast ritstífla hjá þeim félögunum. Eminem setur sinn svip! Merry Go Round hann er í banastuði og gefur okkur fína sögu að ekkert gerist af ástæðulausu. Where My Money skemmtileg pæling og hann er enginn duttlungur. Er þarf að halda lífinu í hipphopp leiknum. Hipphopp læknirinn!! Búnað heyra þetta áður!! Kid Vishis kemur á óvart. On The Boulevard góður fílingur, erfiðin eiga sinn stað. Fær Nottz & Adonis til að bæta við í baráttu söguna. I Ain´t Coming Down Royce tekur sig til og syngur með prýðis vettlingi. Hann er ekkert á leiðinni niður þannig slappið bara af! Security votar Proof virðingu á mjög skemmtilega hátt. Honum verður sárt sáknað. Second Place sannar Royce að hann er einn af þeim færustu í leiknum, ótrúlegan orðaforða og menn þyrfti að lesa orðabókina til að komast þar sem hann er með hælana. My Own Planet verulega funkað lag, þeir eru á annari plánetu sem aðeins þeir færustu geta heimsótt. Joe Budden kíkir við! I´ve Been Up I´ve Been Down fínt að enda á hægðum og lægðum. Virða fyrir sér landslagið og draga andan létt.

Royce Da 5´9 gefur ekkert eftir og á heima með þeim bestu. Búnað taka þvílíkum framförum og óhætt að segja að Eminem sé búnað slíppa demantinn sinn.

Legendary

Merry Go Round

On The Boulevard

I Ain´t Coming Down

I´ve Been Up I´ve Been Down

No comments:

Post a Comment