Wednesday, August 17, 2011

Gypsy & The Cat - Gilgamesh



Gypsy The Cat er hljómsveit frá Ástralíu sem er skipuð af þeim Xavier Bacash & Lionel Towers. Ég rakst á þessa grúppa eftir að hafa verið að lesa um Empire Of The Sun sem koma einmitt frá Ástralíu. Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég væri að fara hlusta á þannig renndi gripnum í gegn.Time To Wander hrátt, yfirferðamikið, hrífandi söngur og grípandi trommur. Stadíum fílingur fyrir allan peninginn! The Piper´s Song ljúfur sumarblær sem slær við manni með silki harmóní rödd. Hippafílingur! Jona Vark virkilega taktfast, gott grúv sem kallar á gleði. Flott gypsí popp! Gilgamesh titil lag plötunar. Aðeins búið að róast, töffarakeimur lekur úr hverju horni og þeir sjálfsagt vita ekki af því. Mjög melódískt og seiðandi! Sight Of A Tear eítís er ekki fjari góðu gamni. Vel stemmdir og sumaráhrifin heyrast greinilega. Human Desire smá byrðir á mönnum. Tilraunarstarfsemin eiga þeir alveg skuldlaust. Mikill eyðimörk hér á ferð! Parallel Universe ferðalagið í gegnum reverbið heldur áfram. Maður veit ekkert hverju maður á að búast við næst! Hástert geim popp!! Breakaway búið er að flýgja yfirborðskennd popp. Flott hvernig raddirnar harmónast og ennþá heldur trommutakturinn heitu sæti. Watching Me, Watching You ástin liggur í loftinu. Æðruleysið á sér allan snúning! Önnur rödd skýtur fyrir!! Running Romeo ástarsorgin skín, skemmtilegt hvernig tilfinninga skalinn hækkar hægt og rólega. Flott uppbygging!! Stadíum afturköll!! A Perfect 2 ferðalagið á enda. Mjög rólegt yfir og kvadd með smá sinfóníu sem er bara fallegt.


Flott spilamennska, mikið að gerast og söngurinn harmónast vel. Spurning hvort Gypsy & The Cat seú heldur seinnir á því, því eítís/syntha/geim popp tók sínar hæðir ekkert fyrir svo löngu. Ef þú fílar MGMT, Empire Of The Sun og Foster The People ættu þeir að vera ekkert vandamál.

Time To Wander

Piper´s Song

Jona Vark

Human Desire

No comments:

Post a Comment