Foster The People er hljómsveit frá Kaliforníu og er skipað af þeim Mark Foster, Mark Pontius og Cubbie Fink. Eftir að ég heyrði Pumped Up Kicks þá langaði mér að heyra meira með þeim og svo byrja teygjurnar. Þeir spila svona indí/elektronik/popp!Helena Beat hefst með krafti, verulega funkaður fílingur sem dregur lagið á óútreiknalegan stað. Frábær söngvari! Pumped Up Kicks sérlega skemmtilegt lag, lágt tónað en af góðum ástæðum nær það fínum hæðum. Frábær kaliforníu bræðingur! Call It What You Want svona diskó keimur rennur ve yfir. John Travolta hefði teygt loppan eftir dansgólfinu á sínum tíma. Mikil gleði í lofti! Color On The Walls (Don´t Stop) diskólestinn heldur áfram í mjög góðum gír. Enda engin ástæða til að stoppa!! Waste heyrist augljóslega að þau eru að skemmta sér og spilamennskan skín af þeim. Fjölbreytni í hávegum höfð! I Would Do Anything For You finnst einsog ég sé búnað heyra þetta lag áður þannig ekkert annað hægt að segja. Houdini ágættislag en hreyfir samt ekki mikið við mér. Hustling (Life On The Nickel) hipphopp fílingur, fyrsta sinn sem ég heyri hustling hjá indí hljómsveit. Merkilegt ekki satt!! Miss You dansvænt en grípur mig engan veginn. Warrant nú er komið að endalokum og píanó fylgir okkur að endanum. Melódískt með góðu grúvi.
Fimm fyrstu lögin gefa manni góðan gaum en síðan endurtaka þau sig í restina. John Travolta væri farinn af dansgólfinu!!
Helena Beat
Pumped Up Kicks
Call It What You Want
Color On The Walls (Don´t Stop)
Waste
No comments:
Post a Comment