Alveg óhætt að segja að Jay-z & Kanye West séu með þeim fremstu þegar kemur að frumkvæði, textunum og hverning þeir nálgast tónlistina. Báðir búnað vinna grammy verðlaunir, selja plötur einsog rennilás. Hafa áhrif á tónlist yfir höfuð svipað og Jordan & bryant hafa á körfubolta. Dömur mínar og herrar þá byrjar sálmurinn. No Church In The Wild röff taktur, flott uppbygging, skemmtilegir textar og Frank Ocean skilar sínu vel. Það er engin kirkja í óbyggðunum! Lift Off mjög poppað lag, mjög fyrirsjáanlegt og Beyonce ljáir þeim hennar prýðis rödd. Ni**as In Paris svona big pimpin fílingur, jay-Z rappar mjög hratt og kanye tekur hægari ferðina. Frekar tilburðarlítið lag til að byrjar með síðan koma kaflaskipti og mér líður einsog ég sé að hlusta á einhverja indí hljómsveit. Þeir greinilega fylgjast með tónlistarbylgjunni! Gotta Have It indverskur fílingur, félagarnir ræða málin saman svona hverjir þeir eru og skjóta á free mason getgátuna. Hvít fólk hatar þegar svartur maður rúllar hátt! New Day flott lag,fín réttlætiskennd og tala um hvað þeir ætla ekki að gera þegar þeir eignast son. Gefa honum góða veginn ekki harða veginn! That´s My Bitch fínt grúv, skemmtilegt hvernig þeir blanda söngvunum saman. Gefur laginu góða yfirferð! Þeir eiga svalar tíkur! Welcome To The Jungle án efa flottasta lagið á plötunni. Jay-Z dettur í sitt gamla stuð, leikur sér að orðunum og fer yfir hvernig lífsferlið hans hefur þróast. Tveir þumlar upp!! Who Gon Stop Me dubstep er komið inn í húsið, auðvita tækla þeir slíkt. Skemmtileg uppbygging og kaflaskipt. Jay-Z fer á skemmtilegt flug en búnað heyra alla þessa texta áður þannig heillar mig ekkert rosalega. Murder To Excellence þeir eru mannlegir eftir allt. Virkilega flottir taktar, þeir vilja minni stríð og meiri frið. Svona eina lagið sem þeir detta báðir í stuð! Made In America skemmtileg sögustund hjá félögunum, fara yfir horfnar slóðir og bakka upp systur og bræður! Why I Love You vitnar í alla þá sem þeir hafa hjálpað og spyrja sig afhverju þeir seú að hata á þá! Jay -Z nær fínu flugi! Illest Motherf**ker Alive minnir mann á Three 6 Mafia. Suðurstranda fílingur flýgur yfir og kanye West & Jay-z blessar okkur með sinni nærveru. Ham þeir eru þeir hörðustu í bransanum en myndu roðna við hliðin á 2pac. Bara annað egó lag! Primetime önnur sögustund hjá bræðrunum ekkert nýtt bara teygja á því gamla. The Joy gaman að heyra Curtis Mayfield en annars er ekki mikið á ferðinni. Otis votta sálsöngvaranum Otis Redding virðing en skilja voða lítið eftir.
Jay-Z & Kanye West eru klárlega kóngarnir í leiknum. Rúlla upp rauða teppinu og labba fram og aftur. Eiga báðir góða spretta! Flottir taktar, fínir textar en engir frumkvöðlar!
No Church In The Wild
New Day
That´s My Bitch
Murder To Excellence
No comments:
Post a Comment