Wednesday, August 10, 2011

Washed Out - Within and Without

Washed Out hljómar einsog hljómsveit en er aðeins skipað af einum meðlimi Ernest Greene. Ég hef verið svona hægt og rólega að detta inn í chillwave menninguna sem er svolítið áberandi þessa stundina. Eyes Be Closed hafið bláa hafið fílingur, léttur ambíent straumur stuttfullur af hljóðgervlum. Maður lokar augunum og finnur einhvern rólegan stað. Echoes segir allt sem þarf að segja mikið bergmál í röddinni. Gott grúv sem magnast með hverji mínútunni. Skemmtilegur synthi sem leiðir lagið! Amor Fati mikill von í lofti, keyrt af gleði og maður heyrir sjóinn hvísla á ströndinni. Algjört strandarpartý! Soft léttskrúðag, draumórakennd stefna sem leiðir hugan á fallegan stað. Far Away aðeins komið stuð í fólkið en rólega bylgjan heldur samt sínu sæti. Melódískt sem slær sig upp með fiðlu sem gefur laginu góðan gaum. Hresst og grípandi! Before maður er alveg kominn í yfirlið og svífur á vængjum æðruleysisins. Frelsið alveg uppmálað! You And I indjánafílingur, maður er búnað selja allt og kominn út í villtu náttúruna. Fiðringur í maga enda margt vitlausari. Within and Without titill lag plötunnar sem gefur eitthvað yndislegt tilkynna. Rólegt og yfirvegað! Smá japanskt í endan sem kemur skemmtilega á óvart. A Dedication núna er komið að svefntíma og maður fer þægilega til náðar. Búið að slökkva öll ljós, finnur fyrir þægilegri tilfinningu og sem endar með að maður byrjar að dorma.

Mikið ambíent, draumórakennt og svefninn er til reiðu. Fínar melódíur, söngurinn afslappaður og þú hverfur inn í hljóðgervlana. Ekkert sérstakt lag stendur upp úr bara renna plötunni í geng mjög þægileg og afslöppuð!!


No comments:

Post a Comment