When Saints Go Machine er dönsk hljómsveit er skipuð af Nikolja Vonsild (söngur),Jonas Kenton(hljómborð), Simon Muschinsky (hljómborð) og Silas Moldenhawer (trommur).Söngvarinn er með mjög sérstaka rödd sem er eiginlega ástæðan af hverju ég vildi heyra meira. Konkylie hefst með einsöng sem leiðir hálfa leið þar til fleiri bætist við. Church And Law mjög drungalegt til að byrja með síðan léttir aðeins yfir. Hljóðgervlar og með eindæmu töff söngur. Parix sama flæðið streymir í gegn. Alltof flott tónlist! Chestnut lágstemmd eitthvað sem maður hefur ekki heyrt áður. Drekkur alveg synthann í sig! The Same Scissors ófyrirsjáanlegt maður veit ekkert við hverjum maður á að búast við næst. Eitt orð dáleiðandi! Jets afrískur trommusláttur og ruglingslegur söngur en samt gengur upp. Kelly poppaðasta lagið hingað til en myndi vera undir alternative popp. On The Move mjög líkt öðrum lögum á plötunni sem er bara mjög gott. Whoever Made You Stand So Still mjög skrýtið en sam töff.Terminal One mesta stuð lagið hingað til. Add Ends endar á sama hátt og byrjað var. Mikil einsöngur með tónlistina kítlandi undir.
Mikið ambíent, frumkvöðul og með alltof flotta rödd. Verður betri með hverji hlustun.
Church and Law
Parix
The Same Scissors
Kelly
No comments:
Post a Comment