Monday, August 29, 2011

Hard-Fi - Killer Sounds



Hard-Fi er breskt indí hljómsveit sem hefur verið að vekja athygli í bretlandi og hefur átt tilnefningar bæði hjá Mercury Prize og Brit Awards. Hljómsveitin er skipuð af þeim Richard Archer (söngur og gítar), Ross Phillips (gítar og bakraddir), Kai Stephens (bassi og bakraddir) og Steve Kemp (trommur og bakraddir). Ég komst á bragðið eftir að ég heyrði Good For Nothing sem 
byrjar afsprengju vel, hipphopp fílingur fyrir allan peninginn. Mikill kraftur og alveg augljóst að hér eru bretar á ferð! Fire In The House búið að tjúna heldur betur upp, dansinn kominn á kreik. Virkilega grípandi áferð! Give It Up heldur sama dampi, stefnan tekinn á rúllandi steina. Mjög hrátt poppað wiskey rokk!  Bring It On rokkað af guðs náð. Rúllar á mjög hörðu bíti og maður sér alveg bullurnar fyrir sér í góðum gír. Feels Good indverskir straumar, hljómar hálf eitthvað kjánalegt en af einhverju leyti þá gengur það upp á sinn hátt. Stop keyrt í gegn með hörðum slætti og hljóðgervlum. Ekkert spess í gangi nema hann getur ekki stoppað! Stay Alive hljóma einsog mörg önnur lög á plötunni. Ekkert nýtt bara það sama! Excitement skiptum um lag! Love Song poppaðasta lagið hingað til mjög dramatískt og mikil gredda í gangi. Sweat gott dæmi þegar trommuheilar og gítar súpa koma saman. Verður hálf eitthvað óþægilegt til lengdar. Killer Sounds fínt að enda á akústik, taka þetta á rólegu nótunum. Uppreisn er í loftinu og það kæmi mér ekki á óvart ef þessi hljómur myndi snerta uppreisnar æruna. 


Hard-Fi byrjar af krafti með frumlegum pælingum en síðan dettur þetta niður í eitthvað sem maður hefur heyrt áður. Hef þú fílar New Order þá ættu þeir eflaust að kítla eyrun.

Good For Nothing
Fire In The House
Give It Up

No comments:

Post a Comment