Fruit Bats er amerísk rokk hljómsveit skipuð af þeim Eric D. Johnson, Sam Wagster, Ron Lewis, Graeme Gibson og Christopher Sherman. Þegar ég heyrði fyrsta lagið með þeim þá var ég ekki frá því að þetta væri Sean Lennon sonur John Lennons sem væri að syngja.
Tony The Tripper slær inn á mjög ljúfalegan hátt umvafinn gíturum. Maður heyrir augljóslega létt bítla sánd. So Long heldur áfram á sömu nótum. Mjög hugljúf harpa leiðir lagið í gegn. Tangie and Ray bíður upp á léttan ljósan blúss. Búið að bæta píanói við. Shivering Fawn fallegur sveita hrynjandi ríður á vaðið undir prýðis rödd. Your´re Too Weird skemmtilegur kassagítars blúss með mjög hressandi söng. Heart Like and Orange smá sækadelik fílingur í gangi en á mjög mildan hátt. Dolly heldur sama tempói og seinast ennþá mjög ljúfur. The Banishment Song mikið frelsi í gangi og maður heyrir berskjöldun. The Fen fljúgum um fjöllin blá og horfum niður á hafið. Wild Honey algjör slökkun maður er alveg að líða út af. Heillandi hljómgrunnur. Picture Of a Bird fínt að enda þetta einsog var byrjað á. Byrjunin á endirinum og endirinn á byrjuninni. Léttur sveita blúss!
Mjög róleg og hugguleg plata. Fínt að skella henni í tækið við huggulegar stundir. Góður söngvari og fjölbreytt spilamennska sem kemur manni á fallegan stað.
Picture Of A Bird
No comments:
Post a Comment