Wednesday, August 10, 2011

Little Dragon - Ritual Union


Little Dragon er hljómsveit sem ég óvart rakst á eftir að ég var að skrolla eftir skemmtielgum indí plötum. Bandið er skipað af fjórum meðlimum, Yukimi Nagano, Erik Bodin, Fredrik Kallgren Wallin og Hakan Wirenstrand. Ég vissi í raun og vere ekki við hverju ég átti að búast en nafnið heillaði mig og skellti þessu í tækið. Ritual Union byrjar með mjög töff trommum, mjög grípandi melódíu og röff söng. Ég er spenntur fyrir næsta lagi! Little Man mikilli ska fílingur, svona reggí - pönk keimur hugsa ég. Hratt flæði og skemmtilegt hvernig söngkonan heggur með röddinni. Brush The Heat einkennist af afrískum - indí hljómi mjög sérstakt. Leynist hægt og rólega r´nb áhrif og söngkonan sýnir á sér aðrar hliðar. Shuffle A Dream japanskur hljómur keyrður með mjög kjanalegri laglínu en einhvernveginn gengur hún upp. Ég er orðinn hrifinn af þessar söngkonu! Please Turn frekar töff hljómur, dansvæn og maður æsist upp og vill fara að dansa! Crystalfilm ambíent fílingur, maður svífur með laginu og dáleiðist af sjarmerandi söng. Precious dup step keimur, virkilega röff taktur. Söngurinn innsiglir þetta á einstakan hátt. Flott kaflaskipting! Nightlight 80´s fílingur, manni langar að fara gíra sig upp og kíkja út á lífið. Þvílík sveifla! Summertearz ekkert sérstakur taktur en söngurinn alveg fyllir upp hvaða skemmd sem er. Sambó blús! When I Go Out hás- jass fílingur á mjög sérstakan hátt. Sumir yrðu geiðveikir að hlusta á þetta en ég hef þolmörk. Seconds er þetta búið ég hefði vilja heyra meir. En þetta er fínasta víma! Ekkert svo dýr en endist mjög lengi. Slær klukkan hjá Litla drekkanum!

Little Dragon gera sig ábyggilega grein fyrir því hversu rosalegair brautriðjendur þau eru. Með þessari söngkonu er allt í spilunum. Alltof töff band! 

Brush The Heat

Shuffle A Dream

Please Turn

Nightlight


No comments:

Post a Comment