Tuesday, August 2, 2011

Jay Rock - Follow Me Home

Jay Rock er einn að þeim nýju LA röppurum sem eru að koma upp. Hefur verið að vekja athygli og hefur verið co sægnaður af reynsluboltunum á vestur ströndinni. Ég skellti gripnum í tækið og sperti eyrun. Intro býður okkur heim til sín. Code Red velkomin í kalifórníu þar sem fíklar liggja á götum, menn hlaðnir upp á hvern einasta dag. Auðþekkt vest cóst sánd. Bout That ekki reyna að ímynda þér að abbast upp á Jay Rock. Hann hefur enga samúð þegar hann er tilbúinn í slaginn. No Joke hann er enginn brandari þannig ekki einu sinni reyna að hlægja. Fínasti taktur en ekkert nýtt! Hood Gone Love It fínasti götu beinger fær Kendrick Lamar til að aðstoða sig. Westside kíkjum á vestur ströndina þar sem lífið leikur við hverja mínútuna. Chris Brown segjar það sannfærandi! Elbows olnboga dansinn mættur til leiks eða geingsta dansinn. Snoop Dogg dansar væntanlega af krafti! Boomerang frekar litlaust lag. All I Know Is ekkert sérstakt. Im Thuggin yeah yeah hann er að thögga og tupac er ábyggilega brosandi núna! Kill Or Be Killed morðingjar eru á ferð. Felið dætur ykkar og syni! Krizz Kaliko kíkir í heimsókn og Tech N9ne tætir menn í sundur. Just Like Me hversu töff er það að geingbeinga spyr hann og segir okkur sögu úr hverfinu. Mild og flott lag! Jazz fílingur! Fær J. Black til að syngja fyrir okkur. Say Wassup menn bara að keyra fram hjá og heilsa upp á menn! AB-Soul, Kendrick Lamar & Schoolboy Q gefa mönnum spaðann og spurja hvað er títt. They Be On It skipt um lag! M.O.N.E.Y peningar eru allt án peninga getum við gert lítið. J. Black styður við bakið á honum. Fínasta lag og skuggalegur taktur. Finest Hour búnað heyra þetta áður! Rick Ross & Bj The Chicago Kid bæta engu við. Lifes A Gamble sæmilegur taktur skilur ekkert eftir. All My Life fínt að enda með svona hræðilegu lagi og sérstaklega fá Will.I.Am til að syngja in the ghetto, ghetto síðan kemur Lil Wayne og segir okkur ekki neitt.

Jay Rock er nautharður náungi sem hefur hverfis sögur að segja. Ekkert sérstakur penni en er með rödd sem ábyggilega hreyfir við fólki. Ekkert nýtt á ferð búnað að heyra þetta nánast allt. En bætir við lífi í vestur stranda púlsinn!!

Hood Gone Love It

Just Like Me

No comments:

Post a Comment