Elbow er hljómsveit sem uppgötvaði þegar ég bjó í London. Skipuð af Guy Garvey, Mark Potter, Craig Potter, Richard Jupp og Pete Turner. Gjörsamlega heilluðu mig upp úr skónum, sokkunum og ég dansaði við tónlistina þeirra einsog ég enginn væri morgundagurinn. Birds fer hljóðlega af stað en þegar líður á detta trommur inn og lagið kallar á meiri kraft. 8 mín lag sem heldur manni alveg við efnið! Lippy Kids mjög hugljúft, seyðandi söngur. Maður flýgur með laginu á áfangastað. With Love lágstemmd þar sem sýnir ? hvað hann er magnaður söngvari og leikur sér að fara upp á milli hæða. Mjög tælandi gítar ekki má sleppa klappinu. Neat Little Rows maður finnur að það er eitthvað að fara gerast, mikið í gangi og það er allt mögulegt. Flott uppbygging með afslöppuðum söng. Jesus Is A Rochdale Girl akústik fílingur, svolítið krúttlegt og flott! Jesús er stelpa frá Rochdale! The Night Will Always Win dapurlegt en með sjarma. Nóttin mun alltaf vinna! High Ideals kúrekafílingur, við eru stödd í villtra vestrinu og ríðum af stað í eitthvað spennandi. Mjög einmannalegt en á eflaust eftir að eignast vini. The River mjög fallegt og einlagt. Hleypt í gegn með einmannalegu píanói og áþekkjandi rödd. Open Arms við erum að renna í síðari endan og elskulegir tónar fyllast af ástríðu. Mikið frelsi, æðruleysi og þú finnur kraftinn. The Birds (Reprise) framhald af fyrsta laginu. Drungalegur hljómur svona einsog hann sé einn eftir á barnum velta lífinu í vöngum sér. Dear Friends við erum kominn að leiðarlok. Flott að enda á því að kalla út þá sem manni finnst vænst um og tilheyra manni. Von er í loftinu og við leiðumst öll saman þegar á endann er komið.
Elbow eru algjörir tónlistarsnillingar sem spila flotta og fallega tónlist. Ég er ekki frá því að það glitti í heimsyfirvald á næstum götum. Þeir bera allavega allar byrðir til að fá fólk til að halda!
With Love
Neat little Rows
Open Arms
No comments:
Post a Comment