Tuesday, August 2, 2011

Black Rob - Game Tested, Streets Approved

Black Rob er frá New York og er einn af þeim sem átti að taka við velgegni Biggie Smalls á sínum tíma. Enda hefur Puffy verið að leita af einum slíkum í langan tíma. Black Rob fór í fangelsi fyrir uppsafnaða glæpi og einhverjar raddir voru á ferð að hann hefði tekið á sig fyrir Puff Daddy. Losnaði ekki fyrir svo löngu síðan og var sægnaður af Duck Down Records sem gefur út Game Tested, Street Approved. Welcome Back byrjar hungraður, tilbúinn í veröldina og hefur engu gleymt. Textalega séð mjög grimmur. Boiling Water algjör götu beinger, minna svolítið á "I Get Money" með 50 Cent en Black Rob sniðgengur og fleygir eld í göturnar. Bumpin fer hann yfir að hann er velkomin hvert sem er enda er hann Black Rob. Flott áferð, fínt taktur og skemmtilegir textar. Can´t Make It In NY hefur þú getur ekki meikað það í New York farðu annað einsog allir vita það er það borgin sem aldrei sefur. Lélegur taktur en fínir textar. Showin Up flott New York sánd, réttlætiskennd í gangi. Talar um hvernig heimurinn er orðinn, alltof margir búnað gleyma hvaðan þeir koma.Ekki nógu margir að kenna heldur í staðinn að monta sig. Celebration flott sumarlag! Hækkaði vel í græjunum þegar ég var að grilla um daginn. Partý lag sem gengur upp. Wanna Get Dough langa þér í pening sem geta valdið þér dauða? Fer yfir hvað heimskan getur oft leidd menn í slæmar afleiðingar. Dökkt lag en skemmtilegur söguþráður. Get Involved fínt lag fyrir stelpurnar! Hef þið verðið var við hann á vegi ykkar þá hann stórt hús, 8 bíla þannið drífið ykkur á barinn! Sand To The Beach klárlega lélegasta lagið hans hingað til. Búnað skipta! Made Me a Man allt sem hann fer í gegnum gerir hann að þeim manni sem hann er. Flott saga, fínt fló passar vel við taktinn. Fuck Em búnað heyra þetta lag þannig ekkert nýtt á ferð. This Is What It Is boom bap fílingur á ferð. Svona er þetta bara! Up North This Is What It Is talar um hvernig lífið í fangelsinu er, ekki fyrir alla. No Fear fyrsta ásamt lagið. Fær Sean Price í heimsókn og þeir detta í netta sögustund.

Engin All Eyes On Me en Black Rob sannar að hann hefur engu gleymt. Sögustundin ennþá til staðar og textarnir í fyrirrúmi. Fáir sem ráða við hann ef því verður deilt!!

Boiling Water

Celebration


No comments:

Post a Comment