Sunday, February 5, 2012

Professor Green - At Your Inconvenience

Professor Green eða Stephen Paul Manderson er breskur rappari frá Hackney í London. Gerði allt vitlaust með laginu „Jungle" þar sem upphafssetningin var einmitt "Welcome to Hackney". Hann hefur verið drjúgur í hipphopp senunni í bretlandi og var á sínum tíma uppgötvaður af Mike Skinner í The Streets sem síðar fékk hann til The Beast útgáfufyrirtækisins sem var einmitt í hans eigu. Gaf aldrei út plötu hjá honum þannig að Virgin Records fékk hann til sín og gáfu út „Dead Till Im Dead" 2010 sem vakti gríðarlega athygli með að minnsta kosti 5 til 6 lög sem rötuðu vel um bretland. Núna á seinasta ári gaf hann út plötuna „At Your Convenience" og ég tók sláttinn. Rennur vel af stað "At Your Convenience" þar sem mörgum spurningum er svarað og hann flæðir í gegnum lagið með ansi röff takt í bakgrunni. Síðan líður á „Astronaut" þar sem tilfinningarnar ráða ferðinni í stórbrotinni lífsreynslusögu sem hann sér frá gluggasillunni sinni. Ferðalagið heldur áfram „Never Be a Right Time" rólegt og huggulegt. Hef það er ekki rétti tíminn núna hvenær er þá rétti tíminn? „Today I Cried" fer hann yfir lífsleiðinni sína og kemur við á mörgum stöðum og þakkar öllum sem hafa komið við sögu. Professor Green er klárlega með þeim ferskustu og er í miklu stuði. Þroskast með hverjum hljómi og skilar sér vel á slétta veginum þrátt fyrir nokkrar hraðahindranir.

At Your Convenience
http://www.youtube.com/watch?v=pYygEbwCxQU&ob=av2e

Astronout
http://www.youtube.com/watch?v=AcwIkNhT7-k

Never Be a Right Time
http://www.youtube.com/watch?v=U-8XKZgNNG4

Today I Cried
http://www.youtube.com/watch?v=4SoKhIKMzfU

Friday, February 3, 2012

Chip tha Ripper - Tell Ya Friends

Chip tha Ripper eða Charles Worth er einn af fáu röppurunum sem koma frá Cleveland, Ohio. Hefu ekki beinlínis verið aktívur á amerískum mælikvarða en hefur verið duglegur að segja fólk hvaðan hann kemur og tekið þátt í verkefnum með Kid Cudi og  The Kidz in the Hall. Núna um daginn gaf hann út plötuna „Tell Ya Friends" sem ég rýndi í gegnum þar sem hann er mjög lægin textasmiður. Fer af stað með miklum krafti í „Good Evening" og mjög skemmtilegt að heyra hvernig hann nálgast viðlagið setur lagið í annan fíling. Síðan koma fullt af viltu skiptum lög þangað til að „Boomshakalaka" sem setur hann í fluggír og fær engan annan en Bun B til liðs við sig og þetta beingar! Fínir sprettir inn á milli en tekur langt hlaup í „Stay Sleep" þar sem Krayzie Bone kemur óvænt fyrir og sýnir mönnum að hann er ekki búinn að gleyma neinu. Chip Tha Ripper er lipur textasmiður, kemur þessu vel frá sér en taktarnir ná ekki að lifta honum á það plan sem túngan hans er.

Good Evening
http://www.youtube.com/watch?v=gnXiX4lTBaU

Boomshakalaka
http://www.youtube.com/watch?v=H0J8wUlLbJ8

Stay Sleep
http://www.youtube.com/watch?v=nyQaKMaq7MY

Wednesday, February 1, 2012

Wiley - Evolve Or Be Extinct

Wiley eða Richard Kylea Cowie er einn af þeim sem er iðinn við kolinn. Ólst upp í Bow, London og hefur gefið út átta breiðskífur hjá hinum og þessum útgáfufyrirtækjum. Eins og flestir vita þá hefur bresku senan alltaf rúllað á sinn hátt. Verið andstæðan við bandarísku senuna. Wily er einn af  þeim sem hefur rekið lestina. Ég dýfði mér ofan í hljóma hans á nýrri plötu „Evolve Or Be Extinct." Ég er ekkert sérlega ánæðgur með framgönguna en það eru lög á boð við „Boom Blast" þar sem klúbbastemmningin er tekinn með trukki. Flæði sem maður hefur ekki heyrt áður og mjög skemmtilegt að heyra hvernig hann klippir flæðið og dregur það áfram. „Only Human" er í rólegri kantinum og fær Cashtastic & Tereza Deizz til liðs við sig. „Confused" er fínt dömu lag með seyðandi melódíu og fær til sín gesta rapparann Manga. Wiley er langt frá sinni sannfæringu, alltaf gaman að prófa nýja hluti en hittir bara engan veginn í mark.

Boom Blast
http://www.youtube.com/watch?v=SGxBOqUTFIQ&ob=av2e

Only Human
http://www.youtube.com/watch?v=GuhPW-n3aXs

Confused
http://www.youtube.com/watch?v=mjo3ltlnF1A

Monday, January 23, 2012

The Black Keys - El Camino

The Black Keys er amerískt dúó sem ég uppgötvaði á plötunni þeirra „Attack & Release" sem kom út 2008. Eftir það ef ég alltaf verið að hlera þá og er engin undantekning með nýjustu plötu þeirra „El Camino".Byrjar af miklum krafti þar sem trommur og gítar sameinast eins og rifnar gallabuxur. Grúvið minnir mann á hestaat þar sem ekkert er gefið eftir. Rokk og ról fyrir öll kúreka stígvélin. Þegar á líður kemur nokkurskonar sama uppbygging og á laginu „Stairway to heaven" með Led Zeppling sem er bara mjög gott enda góður innblástur. En annars vegar heldur rokkið sínu dampi og í heildina litið er þetta fín tuddi sem skilur fótspor eftir í leðjunni.

Lonely Boy
http://www.youtube.com/watch?v=a_426RiwST8

Dead and Gone
http://www.youtube.com/watch?v=PXYqD8Ccfbs

Gold On The Ceiling
http://www.youtube.com/watch?v=IttLxthqM7U

Little Black Submarines
http://www.youtube.com/watch?v=0_JvY9xeVNM

Thursday, January 19, 2012

The Roots - Undun

The Roots er Hipphopp/sól hljómsveit frá Fíladelfíu. Skipuð af Black Thought & Questlove. Þeir hafa afkastað ansi miklu í gegnum tíðina, gefið út 11 hljóðversplötur og verið mjög áberandi. Ekki margir sem standa uppréttir frá gull árunum en þeir eru einir af þeim. Tilheyra engum ákveðnum hipphopp hljómi heldur hafa skapað sitt eigið pláss. Það sem einkennir þá helst er lifandi hljóðfæri sem gerir þá mjög sérstaka. Byltingakenndir textar sem Black Thought snertir á einstakan hátt og erfitt að finna þótt víða sé leitað. Þeir gefa ekkert eftir á þessari plötu og halda sömu áferðinni. Mikil sál þar sem hvert hljóðfæri fær að njóta sín og textaleg innreið sem minnir helst á byltingakenndan prest sem hefur sitthvað að segja. Fá fullt af gestum í heimsókn sem gefur henni fínan blæ. Lög á borð við Make My þar sem Black Thought, Big K.R.I.T & Dice Raw stemma vel saman. Rólegt og yfirvegað. One Time ásamt Phonte & Dice Raw. Grípandi áferð og viðlag sem situr fast. The Otherside rennur fyrir með svokölluðum gettó kirkjuhljómi sem fáir ráða við. Bilal Oliver & Greg Porn setja sinn svip. Tip the Scale á mjög vel við hvernig veröldin birtist fyrir hjá mörgum. Sumir lífa í helvítinu, sumir hafa það gott en ég reyni að skipta sköpum. Dice Raw er sammála því!

Make My
http://www.youtube.com/watch?v=zqYFclG1hdw

One Time
http://www.youtube.com/watch?v=ujop4q8VFsI

The Otherside
http://www.youtube.com/watch?v=qbRROmHtpFU

Tip the Scale
http://www.youtube.com/watch?v=8zrQAf8PT6k

Monday, November 21, 2011

Yelawolf - Radioactive

Michael Wayne Atha eða Yelawolf kemur frá Alabama og kom eins og ferskur vindur inn í hipphopp senuna fyrir 2 árum þegar hann gaf út mixtape-ið „Trunk Muzik” sem lendi á skrifborðinu hans Eminem og flótlega eftir gerði hann samning við Shady Records. Hann er talinn vera svona „white trash” rappari kemur frá hjólhýsahverfinu og fer út sem „redneck” einstaklingur í daginn út og daginn inn. Núna fyrir stuttu kom platan hans „Radioactive” út og leðin lá í heyrnatólin mín. Byrjar af krafti „Radioactive Introduction” slær á þráðinn eins og maður bjóst við með flæði sem hræðir aðra rapparar. „Get Away” virkilega smúth grúv, syngur á mjög skemmtilegan hátt og fær Shawty Fatt og Mystikal í heimsókn sá seinni hefur engu gleymd. „Let´s Roll” þvílíkur bainger og fær Kid Rock til að hjálpa sér með viðlagið. Algjörlega sjúkt lag! „Write Your Name” Yelawolf sýnir á sér nýja hlið með að syngja lágstemmd og tekst það bara mjög vel. Fær Mona Mona til að fara með lagið upp í skýin. „Everything I Love The Most” skítug sveitatónlist í blandið við rapp gengur alveg upp eitthvað svo bjart yfir. „Radio” poppaðasta lagið á plötunni, mjög grípandi og fer yfir hipphoppið í bland við lífið. „Last Song” lokar ferðalaginu með smá reynslusögu sem maður fær aldrei leið af. Yelawolf er klárlega einn af þeim athyglisverðu í bransanum um þessar mundir, þorir að segja á meðan aðrir þegja!! Dæmið gengur alveg upp hjá Eminem og Yelawolf!

Wale - Ambition

Wale Victor Folarin Eða Wale er rappari sem kemur frá D.C í Washington. Einn af þeim sem mér hefur fundiðst gaman að fylgjast með. Með mjög rótækt flæði, kemur frá hjartanu og sannur í gegn. Ég féll algjörlega fyrir honum á fyrstu plötunni hans „Attention Deficit”. Mátti þar finna lög á borð við „Letter” þar sem John Mayer koma fyrir ásamt fleiri góðum lögum. Margt vatn runnið til sjávar síðan og gerði um daginn samning við MMG sem er í eigu Rick Ross. Þrátt fyrir að hann hafi gengið til liðs við að mínu mati slappasta rapp crewið í bransanum þá hafði ég tröllatrú á að Wale myndi ekki klikka. Platan byrjar ekkert rosalega vel og grípur mann ekki fyrr en maður setur „Focused” í gang þar sem hann fær Kid Cudi í heimsókn. Lagið er í heildinni rosalegur kraftur, hann er í stuði og færir manni eitthvað öðrvísi. Síðan hittir hann alveg á réttan nagla í „Ambition” þar sem Rick Ross og Meek Mill koma skemmtilega á óvart. Wale er mjög góður penni en hálf eitthvað týndur í kringum alla þessa kókaín baróna og nær ekki alveg að skína eins og maður bjóst við. Textalega er hann þarna en hefið átt að þjóna miklu stærri hlutverki því hann er með lykilinn bara þarf að nota hann.