
Professor Green eða Stephen Paul Manderson er breskur rappari frá Hackney í London. Gerði allt vitlaust með laginu „Jungle" þar sem upphafssetningin var einmitt "Welcome to Hackney". Hann hefur verið drjúgur í hipphopp senunni í bretlandi og var á sínum tíma uppgötvaður af Mike Skinner í The Streets sem síðar fékk hann til The Beast útgáfufyrirtækisins sem var einmitt í hans eigu. Gaf aldrei út plötu hjá honum þannig að Virgin Records fékk hann til sín og gáfu út „Dead Till Im Dead" 2010 sem vakti gríðarlega athygli með að minnsta kosti 5 til 6 lög sem rötuðu vel um bretland. Núna á seinasta ári gaf hann út plötuna „At Your Convenience" og ég tók sláttinn. Rennur vel af stað "At Your Convenience" þar sem mörgum spurningum er svarað og hann flæðir í gegnum lagið með ansi röff takt í bakgrunni. Síðan líður á „Astronaut" þar sem tilfinningarnar ráða ferðinni í stórbrotinni lífsreynslusögu sem hann sér frá gluggasillunni sinni. Ferðalagið heldur áfram „Never Be a Right Time" rólegt og huggulegt. Hef það er ekki rétti tíminn núna hvenær er þá rétti tíminn? „Today I Cried" fer hann yfir lífsleiðinni sína og kemur við á mörgum stöðum og þakkar öllum sem hafa komið við sögu. Professor Green er klárlega með þeim ferskustu og er í miklu stuði. Þroskast með hverjum hljómi og skilar sér vel á slétta veginum þrátt fyrir nokkrar hraðahindranir.
At Your Convenience
http://www.youtube.com/watch?v=pYygEbwCxQU&ob=av2e
Astronout
http://www.youtube.com/watch?v=AcwIkNhT7-k
Never Be a Right Time
http://www.youtube.com/watch?v=U-8XKZgNNG4
Today I Cried
http://www.youtube.com/watch?v=4SoKhIKMzfU
No comments:
Post a Comment