
Chip tha Ripper eða Charles Worth er einn af fáu röppurunum sem koma frá Cleveland, Ohio. Hefu ekki beinlínis verið aktívur á amerískum mælikvarða en hefur verið duglegur að segja fólk hvaðan hann kemur og tekið þátt í verkefnum með Kid Cudi og The Kidz in the Hall. Núna um daginn gaf hann út plötuna „Tell Ya Friends" sem ég rýndi í gegnum þar sem hann er mjög lægin textasmiður. Fer af stað með miklum krafti í „Good Evening" og mjög skemmtilegt að heyra hvernig hann nálgast viðlagið setur lagið í annan fíling. Síðan koma fullt af viltu skiptum lög þangað til að „Boomshakalaka" sem setur hann í fluggír og fær engan annan en Bun B til liðs við sig og þetta beingar! Fínir sprettir inn á milli en tekur langt hlaup í „Stay Sleep" þar sem Krayzie Bone kemur óvænt fyrir og sýnir mönnum að hann er ekki búinn að gleyma neinu. Chip Tha Ripper er lipur textasmiður, kemur þessu vel frá sér en taktarnir ná ekki að lifta honum á það plan sem túngan hans er.
Good Evening
http://www.youtube.com/watch?v=gnXiX4lTBaU
Boomshakalaka
http://www.youtube.com/watch?v=H0J8wUlLbJ8
Stay Sleep
http://www.youtube.com/watch?v=nyQaKMaq7MY
No comments:
Post a Comment