
Wiley eða Richard Kylea Cowie er einn af þeim sem er iðinn við kolinn. Ólst upp í Bow, London og hefur gefið út átta breiðskífur hjá hinum og þessum útgáfufyrirtækjum. Eins og flestir vita þá hefur bresku senan alltaf rúllað á sinn hátt. Verið andstæðan við bandarísku senuna. Wily er einn af þeim sem hefur rekið lestina. Ég dýfði mér ofan í hljóma hans á nýrri plötu „Evolve Or Be Extinct." Ég er ekkert sérlega ánæðgur með framgönguna en það eru lög á boð við „Boom Blast" þar sem klúbbastemmningin er tekinn með trukki. Flæði sem maður hefur ekki heyrt áður og mjög skemmtilegt að heyra hvernig hann klippir flæðið og dregur það áfram. „Only Human" er í rólegri kantinum og fær Cashtastic & Tereza Deizz til liðs við sig. „Confused" er fínt dömu lag með seyðandi melódíu og fær til sín gesta rapparann Manga. Wiley er langt frá sinni sannfæringu, alltaf gaman að prófa nýja hluti en hittir bara engan veginn í mark.
Boom Blast
http://www.youtube.com/watch?v=SGxBOqUTFIQ&ob=av2e
Only Human
http://www.youtube.com/watch?v=GuhPW-n3aXs
Confused
http://www.youtube.com/watch?v=mjo3ltlnF1A
No comments:
Post a Comment