
The Black Keys er amerískt dúó sem ég uppgötvaði á plötunni þeirra „Attack & Release" sem kom út 2008. Eftir það ef ég alltaf verið að hlera þá og er engin undantekning með nýjustu plötu þeirra „El Camino".Byrjar af miklum krafti þar sem trommur og gítar sameinast eins og rifnar gallabuxur. Grúvið minnir mann á hestaat þar sem ekkert er gefið eftir. Rokk og ról fyrir öll kúreka stígvélin. Þegar á líður kemur nokkurskonar sama uppbygging og á laginu „Stairway to heaven" með Led Zeppling sem er bara mjög gott enda góður innblástur. En annars vegar heldur rokkið sínu dampi og í heildina litið er þetta fín tuddi sem skilur fótspor eftir í leðjunni.
Lonely Boy
http://www.youtube.com/watch?v=a_426RiwST8
Dead and Gone
http://www.youtube.com/watch?v=PXYqD8Ccfbs
Gold On The Ceiling
http://www.youtube.com/watch?v=IttLxthqM7U
Little Black Submarines
http://www.youtube.com/watch?v=0_JvY9xeVNM
No comments:
Post a Comment