Monday, November 21, 2011

Yelawolf - Radioactive

Michael Wayne Atha eða Yelawolf kemur frá Alabama og kom eins og ferskur vindur inn í hipphopp senuna fyrir 2 árum þegar hann gaf út mixtape-ið „Trunk Muzik” sem lendi á skrifborðinu hans Eminem og flótlega eftir gerði hann samning við Shady Records. Hann er talinn vera svona „white trash” rappari kemur frá hjólhýsahverfinu og fer út sem „redneck” einstaklingur í daginn út og daginn inn. Núna fyrir stuttu kom platan hans „Radioactive” út og leðin lá í heyrnatólin mín. Byrjar af krafti „Radioactive Introduction” slær á þráðinn eins og maður bjóst við með flæði sem hræðir aðra rapparar. „Get Away” virkilega smúth grúv, syngur á mjög skemmtilegan hátt og fær Shawty Fatt og Mystikal í heimsókn sá seinni hefur engu gleymd. „Let´s Roll” þvílíkur bainger og fær Kid Rock til að hjálpa sér með viðlagið. Algjörlega sjúkt lag! „Write Your Name” Yelawolf sýnir á sér nýja hlið með að syngja lágstemmd og tekst það bara mjög vel. Fær Mona Mona til að fara með lagið upp í skýin. „Everything I Love The Most” skítug sveitatónlist í blandið við rapp gengur alveg upp eitthvað svo bjart yfir. „Radio” poppaðasta lagið á plötunni, mjög grípandi og fer yfir hipphoppið í bland við lífið. „Last Song” lokar ferðalaginu með smá reynslusögu sem maður fær aldrei leið af. Yelawolf er klárlega einn af þeim athyglisverðu í bransanum um þessar mundir, þorir að segja á meðan aðrir þegja!! Dæmið gengur alveg upp hjá Eminem og Yelawolf!

No comments:

Post a Comment