Monday, November 21, 2011

Wale - Ambition

Wale Victor Folarin Eða Wale er rappari sem kemur frá D.C í Washington. Einn af þeim sem mér hefur fundiðst gaman að fylgjast með. Með mjög rótækt flæði, kemur frá hjartanu og sannur í gegn. Ég féll algjörlega fyrir honum á fyrstu plötunni hans „Attention Deficit”. Mátti þar finna lög á borð við „Letter” þar sem John Mayer koma fyrir ásamt fleiri góðum lögum. Margt vatn runnið til sjávar síðan og gerði um daginn samning við MMG sem er í eigu Rick Ross. Þrátt fyrir að hann hafi gengið til liðs við að mínu mati slappasta rapp crewið í bransanum þá hafði ég tröllatrú á að Wale myndi ekki klikka. Platan byrjar ekkert rosalega vel og grípur mann ekki fyrr en maður setur „Focused” í gang þar sem hann fær Kid Cudi í heimsókn. Lagið er í heildinni rosalegur kraftur, hann er í stuði og færir manni eitthvað öðrvísi. Síðan hittir hann alveg á réttan nagla í „Ambition” þar sem Rick Ross og Meek Mill koma skemmtilega á óvart. Wale er mjög góður penni en hálf eitthvað týndur í kringum alla þessa kókaín baróna og nær ekki alveg að skína eins og maður bjóst við. Textalega er hann þarna en hefið átt að þjóna miklu stærri hlutverki því hann er með lykilinn bara þarf að nota hann.

No comments:

Post a Comment