Monday, November 14, 2011

Florence + the Machine - Ceremonials


Florence + The Machine stökk mjög hratt fram á sjónarsviðið fyrir tveimur árum. Eftir miklar vinsældir á plötunni Lungs sem sópaði til sín verðlaunum og selst eins og rennilás. má þar nefna besta platan á Brit Awards 2010. Florence + The Machine er skipuð af Florence Welch sem söng síðan fær hún hljóðfæraleikara til að baka sig upp. Ég fell algjörlega fyrir þessari söngkonu og var mjög spenntur fyrir næsta tónverki hennar. Sem byrjar með miklum krafti og látum. Hvert lag er keyrt af frumskógar lögmálinu. Mikið frelsi í gangi og hljómurinn þéttur eins og stífar aftur á baks fléttur. Söngurinn er leiddur persónutöfrum sem dáleiðir mann út á tún hlaupandi nakinn með skilti sem stendur ég vill halda áfram að hlaupa. Textarnir mjög drungalegir, dullafullir og hreinskilnir. Lög eins og „Shake It Out, What The Water Gave Me, No Light, No Light, Seven Devils, Heartlines, Leave My Body, Remain Nameless” standa alveg undir nafni. Það er í raun og veru ekkert að fara koma í veg fyrir að Florence + The Machine verði ekki stærsta hljómsveit í heiminum á næstum grössum.

No comments:

Post a Comment