Monday, November 14, 2011

Drake - Take Care

 
Aubrey Drake Graham eða Drake er kanadískur rappari sem skreið fram á sjónarsviðið 2009. Einn af fáu röppurum sem hefur afrekað það að búa til klikkað hæp í kringum sig ánþess gefa út plötu. Gerði samning við Lil Wayne Young Money Entertainment og í sömu orðum kom platan hans „Thank Me Later” út og komst í fyrsta sæti á billboard listanum og hefur síðan selst í platínu. Drake er þekktur fyrir laglegar línur, þroskað rapp og flott sjávarmál. Platan „Take Care” kom út á dögunum og ég skellt mér í dómarsætið. Fer hljóðlega af stað með mjög smúth keim og leggur línurnar fagmannalega niður. „Crew Love” er dæmi um skemmtilega yfirferð og fær kanadíska tónlistamanninn The Weeknd í heimsókn sem syngur með prýði. „Marvin´s Room/Buried Alive (Interlude)” sýnir Drake hversu magnaður söngvarinn hann er, hvernig hann nálgast taktinn og færir út verulega skemmtilegt flæði sem er mjög seyðandi. Kendrick Lamar kemur skemmtilega á óvart. „Underground Kings” fer Drake í stuð og tekur góðan sprett. „The Real Her” öðrvísi og tekur fína áhættu og fær Andre 3000 og Lil Wayne til að baka sig upp og sá annar í röðinni tekur menn í kennslustund. Í heildina litið er Drake að sanna sig að hann er með í kappakstrinum og getur alveg eins orðið kóngurinn þegar líður á. Frumlegir taktar og skemmtilegar óvæntar línur sem setur strik í reikninginn.

No comments:

Post a Comment