Saturday, November 5, 2011

Coldplay - Mylo Xyloto


Coldplay er eflaust ein af þeim stærstu hljómsveitum í heimi í dag. Ekki langt frá því að ganga yfir U2 þröskuldinn. Hljómsveitin er skipuð þeim Chris Martin, Johnny Buckland, Will Champion og Guy Berryman. Ég uppgötvaði þessa bresku hljómsveit þegar þeir gáfu út „Yellow” af plötunni Parachutes. Bíð alltaf með mikilli eftirvæntingu eftir næstu plötu drengjana. Mylo Xyloto er fimmta hljóðversplatan þeirra og sú poppaðasta frá upphafi enda komnir á stað þar sem stór viðmið ganga fyrir. Brain Eno situr við stjórnvöldin og gerði það einnig á seinustu Viva La Vida. Rennur ljúflega í gegn og færir manni væntingar eftir seinni lagið „Hurst Like Heaven”. Síðan kemur gott bil á milli laga þangað til „U.F.O” byrjar og heyrir maður gamla Coldplay fílinginn sem gerði þá fræga. „Princess Of China” þar sem Rihanna kemur í heimsókn og færir þá örlítð út fyrir boxið og dregur fram öðrvísi fíling en þeir eru vanir. „Up In Flames” og „Up With The Birds” er mjög hugljúf og róar aðeins rjóðurinn. Píano stemmningin sem einkennir Coldplay að miklu leyti til. Að mínu mati ein sú slakkasta plata Coldplay manna hingað til en ég efast ekki um að upplifun að sjá þá flytja hana á tónleikum sé algjör sturlun.

No comments:

Post a Comment