Monday, October 24, 2011

Styles P - Master of Ceremonies

Styles P eða David Styles er þekktur neðanjarðar hundur. Hefur komið víða við til að mynda var einu sinni á málum hjá Bad Boy records á gullna árunum sem einn af meðlimum The Lox. Fór síðan yfir til Ruff Rhyders og hefur verið þar síðan. Flestir vita sjálfsagt ekki að hann er bróðir Jadakiss sem er einnig einn af meðlimum í The Lox. Rímurnar eru ekki langt að sækja og hann sýnir það og sannar í lagin “My Life (feat Pharoahe Monch) sem er án efa mesti götu hitter þótt vídd sé leitað. En þrátt fyrir það hefur verið erfitt fyrir hann að fóta sig sem einn af þeim færustu. Kannski vegna þess að hann er í skugganum á bróðir sínum? Fer vel af stað og er strax byrjaður að minna á sig. Textarnir alveg sjúklegir en á köflum frekar einhæfir! Talar mikið um götu lífið í New York, hvað hann er harður og reykir mikið af grassi. Tekur samt góða spretti í seinustu lögunum og fær til sín fína spámenn. Lloyd Banks, Pharoahe Monch, Busta Rhymes, Jadakiss og Pharrell. Kannski ástæða afhverju hann er ekki reinkaður hærri en þetta maður verður að geta talað um fleiri hluti en hvað þú ert harður og reykir mikið grass. Götu lífði í New York bíður upp á miklu meira...

No comments:

Post a Comment