
Lil Wayne eða Dwayne Michael Carter Jr. Er einn af þeim röppurum sem stofnuðu svo kallaða bling bling rappið sem á sér rætur að rekja aftur um tímann þegar No Limit Records og Cash Money Records voru að herja sína innreið. Lil Wayne er yngstur af gamla Cash Money teyminu en ég uppgötvaði hann í gegnum Juvenile sem var einn af meðlimum í Hot Boyz grúppunni. Hann var alltaf í skugganum á Juvenile en þegar leið á tímann fór hans stjarna að skína sem skærast. Gerði nokkur mixtape síðan koma Carter III þá voru dreddlokkarnir mættir á svæðið. Ég hef alltaf gaman að hlera hvað hann hefur fram að færa því hann er víst pönslínu kóngurinn í sínu sjávarmáli. Carter IV rennur mjög vel í gegn, pæla mikið í hvað hann er að segja og er mjög djúpur á köflum. Fína spretti í lögum eins og
So Special og
Mirror. Hann er klárlega möld ríkur andskoti, flýgur um lofið án þess að lenda og grobba sig hversu mikil skepna hann er. Fær fína gesti í lögum einsog
Interlude þar sem Tech N9ne og Andre 3000 virða fyrir sér landslagið.
Outro með Bun B, Shyne, Busta Rhymes og Nas. Þeir tveir síðustu rífa taktinn í tvennt! Hann og Drake sjá síðan um
She Will sem vinnur vel með tímanum.
Lil Wayne er orðinn alltof ríkur, segir nokkurn veginn það sama í öllum lögunum en á til að taka beygjur. Hann ætti bara að slaka á löngu búinn að toppa fyrir mér! Kemur í raun og veru ekkert lengur á óvart enda búinn að segja okkur allt.
No comments:
Post a Comment