Michael Wayne Atha eða Yelawolf kemur frá Alabama og kom eins og ferskur vindur inn í hipphopp senuna fyrir 2 árum þegar hann gaf út mixtape-ið „Trunk Muzik” sem lendi á skrifborðinu hans Eminem og flótlega eftir gerði hann samning við Shady Records. Hann er talinn vera svona „white trash” rappari kemur frá hjólhýsahverfinu og fer út sem „redneck” einstaklingur í daginn út og daginn inn. Núna fyrir stuttu kom platan hans „Radioactive” út og leðin lá í heyrnatólin mín. Byrjar af krafti „Radioactive Introduction” slær á þráðinn eins og maður bjóst við með flæði sem hræðir aðra rapparar. „Get Away” virkilega smúth grúv, syngur á mjög skemmtilegan hátt og fær Shawty Fatt og Mystikal í heimsókn sá seinni hefur engu gleymd. „Let´s Roll” þvílíkur bainger og fær Kid Rock til að hjálpa sér með viðlagið. Algjörlega sjúkt lag! „Write Your Name” Yelawolf sýnir á sér nýja hlið með að syngja lágstemmd og tekst það bara mjög vel. Fær Mona Mona til að fara með lagið upp í skýin. „Everything I Love The Most” skítug sveitatónlist í blandið við rapp gengur alveg upp eitthvað svo bjart yfir. „Radio” poppaðasta lagið á plötunni, mjög grípandi og fer yfir hipphoppið í bland við lífið. „Last Song” lokar ferðalaginu með smá reynslusögu sem maður fær aldrei leið af. Yelawolf er klárlega einn af þeim athyglisverðu í bransanum um þessar mundir, þorir að segja á meðan aðrir þegja!! Dæmið gengur alveg upp hjá Eminem og Yelawolf!
Monday, November 21, 2011
Wale - Ambition
Wale Victor Folarin Eða Wale er rappari sem kemur frá D.C í Washington. Einn af þeim sem mér hefur fundiðst gaman að fylgjast með. Með mjög rótækt flæði, kemur frá hjartanu og sannur í gegn. Ég féll algjörlega fyrir honum á fyrstu plötunni hans „Attention Deficit”. Mátti þar finna lög á borð við „Letter” þar sem John Mayer koma fyrir ásamt fleiri góðum lögum. Margt vatn runnið til sjávar síðan og gerði um daginn samning við MMG sem er í eigu Rick Ross. Þrátt fyrir að hann hafi gengið til liðs við að mínu mati slappasta rapp crewið í bransanum þá hafði ég tröllatrú á að Wale myndi ekki klikka. Platan byrjar ekkert rosalega vel og grípur mann ekki fyrr en maður setur „Focused” í gang þar sem hann fær Kid Cudi í heimsókn. Lagið er í heildinni rosalegur kraftur, hann er í stuði og færir manni eitthvað öðrvísi. Síðan hittir hann alveg á réttan nagla í „Ambition” þar sem Rick Ross og Meek Mill koma skemmtilega á óvart. Wale er mjög góður penni en hálf eitthvað týndur í kringum alla þessa kókaín baróna og nær ekki alveg að skína eins og maður bjóst við. Textalega er hann þarna en hefið átt að þjóna miklu stærri hlutverki því hann er með lykilinn bara þarf að nota hann.
Monday, November 14, 2011
Florence + the Machine - Ceremonials

Drake - Take Care

Saturday, November 5, 2011
Coldplay - Mylo Xyloto

Subscribe to:
Posts (Atom)