Monday, November 21, 2011

Yelawolf - Radioactive

Michael Wayne Atha eða Yelawolf kemur frá Alabama og kom eins og ferskur vindur inn í hipphopp senuna fyrir 2 árum þegar hann gaf út mixtape-ið „Trunk Muzik” sem lendi á skrifborðinu hans Eminem og flótlega eftir gerði hann samning við Shady Records. Hann er talinn vera svona „white trash” rappari kemur frá hjólhýsahverfinu og fer út sem „redneck” einstaklingur í daginn út og daginn inn. Núna fyrir stuttu kom platan hans „Radioactive” út og leðin lá í heyrnatólin mín. Byrjar af krafti „Radioactive Introduction” slær á þráðinn eins og maður bjóst við með flæði sem hræðir aðra rapparar. „Get Away” virkilega smúth grúv, syngur á mjög skemmtilegan hátt og fær Shawty Fatt og Mystikal í heimsókn sá seinni hefur engu gleymd. „Let´s Roll” þvílíkur bainger og fær Kid Rock til að hjálpa sér með viðlagið. Algjörlega sjúkt lag! „Write Your Name” Yelawolf sýnir á sér nýja hlið með að syngja lágstemmd og tekst það bara mjög vel. Fær Mona Mona til að fara með lagið upp í skýin. „Everything I Love The Most” skítug sveitatónlist í blandið við rapp gengur alveg upp eitthvað svo bjart yfir. „Radio” poppaðasta lagið á plötunni, mjög grípandi og fer yfir hipphoppið í bland við lífið. „Last Song” lokar ferðalaginu með smá reynslusögu sem maður fær aldrei leið af. Yelawolf er klárlega einn af þeim athyglisverðu í bransanum um þessar mundir, þorir að segja á meðan aðrir þegja!! Dæmið gengur alveg upp hjá Eminem og Yelawolf!

Wale - Ambition

Wale Victor Folarin Eða Wale er rappari sem kemur frá D.C í Washington. Einn af þeim sem mér hefur fundiðst gaman að fylgjast með. Með mjög rótækt flæði, kemur frá hjartanu og sannur í gegn. Ég féll algjörlega fyrir honum á fyrstu plötunni hans „Attention Deficit”. Mátti þar finna lög á borð við „Letter” þar sem John Mayer koma fyrir ásamt fleiri góðum lögum. Margt vatn runnið til sjávar síðan og gerði um daginn samning við MMG sem er í eigu Rick Ross. Þrátt fyrir að hann hafi gengið til liðs við að mínu mati slappasta rapp crewið í bransanum þá hafði ég tröllatrú á að Wale myndi ekki klikka. Platan byrjar ekkert rosalega vel og grípur mann ekki fyrr en maður setur „Focused” í gang þar sem hann fær Kid Cudi í heimsókn. Lagið er í heildinni rosalegur kraftur, hann er í stuði og færir manni eitthvað öðrvísi. Síðan hittir hann alveg á réttan nagla í „Ambition” þar sem Rick Ross og Meek Mill koma skemmtilega á óvart. Wale er mjög góður penni en hálf eitthvað týndur í kringum alla þessa kókaín baróna og nær ekki alveg að skína eins og maður bjóst við. Textalega er hann þarna en hefið átt að þjóna miklu stærri hlutverki því hann er með lykilinn bara þarf að nota hann.

Monday, November 14, 2011

Florence + the Machine - Ceremonials


Florence + The Machine stökk mjög hratt fram á sjónarsviðið fyrir tveimur árum. Eftir miklar vinsældir á plötunni Lungs sem sópaði til sín verðlaunum og selst eins og rennilás. má þar nefna besta platan á Brit Awards 2010. Florence + The Machine er skipuð af Florence Welch sem söng síðan fær hún hljóðfæraleikara til að baka sig upp. Ég fell algjörlega fyrir þessari söngkonu og var mjög spenntur fyrir næsta tónverki hennar. Sem byrjar með miklum krafti og látum. Hvert lag er keyrt af frumskógar lögmálinu. Mikið frelsi í gangi og hljómurinn þéttur eins og stífar aftur á baks fléttur. Söngurinn er leiddur persónutöfrum sem dáleiðir mann út á tún hlaupandi nakinn með skilti sem stendur ég vill halda áfram að hlaupa. Textarnir mjög drungalegir, dullafullir og hreinskilnir. Lög eins og „Shake It Out, What The Water Gave Me, No Light, No Light, Seven Devils, Heartlines, Leave My Body, Remain Nameless” standa alveg undir nafni. Það er í raun og veru ekkert að fara koma í veg fyrir að Florence + The Machine verði ekki stærsta hljómsveit í heiminum á næstum grössum.

Drake - Take Care

 
Aubrey Drake Graham eða Drake er kanadískur rappari sem skreið fram á sjónarsviðið 2009. Einn af fáu röppurum sem hefur afrekað það að búa til klikkað hæp í kringum sig ánþess gefa út plötu. Gerði samning við Lil Wayne Young Money Entertainment og í sömu orðum kom platan hans „Thank Me Later” út og komst í fyrsta sæti á billboard listanum og hefur síðan selst í platínu. Drake er þekktur fyrir laglegar línur, þroskað rapp og flott sjávarmál. Platan „Take Care” kom út á dögunum og ég skellt mér í dómarsætið. Fer hljóðlega af stað með mjög smúth keim og leggur línurnar fagmannalega niður. „Crew Love” er dæmi um skemmtilega yfirferð og fær kanadíska tónlistamanninn The Weeknd í heimsókn sem syngur með prýði. „Marvin´s Room/Buried Alive (Interlude)” sýnir Drake hversu magnaður söngvarinn hann er, hvernig hann nálgast taktinn og færir út verulega skemmtilegt flæði sem er mjög seyðandi. Kendrick Lamar kemur skemmtilega á óvart. „Underground Kings” fer Drake í stuð og tekur góðan sprett. „The Real Her” öðrvísi og tekur fína áhættu og fær Andre 3000 og Lil Wayne til að baka sig upp og sá annar í röðinni tekur menn í kennslustund. Í heildina litið er Drake að sanna sig að hann er með í kappakstrinum og getur alveg eins orðið kóngurinn þegar líður á. Frumlegir taktar og skemmtilegar óvæntar línur sem setur strik í reikninginn.

Saturday, November 5, 2011

Coldplay - Mylo Xyloto


Coldplay er eflaust ein af þeim stærstu hljómsveitum í heimi í dag. Ekki langt frá því að ganga yfir U2 þröskuldinn. Hljómsveitin er skipuð þeim Chris Martin, Johnny Buckland, Will Champion og Guy Berryman. Ég uppgötvaði þessa bresku hljómsveit þegar þeir gáfu út „Yellow” af plötunni Parachutes. Bíð alltaf með mikilli eftirvæntingu eftir næstu plötu drengjana. Mylo Xyloto er fimmta hljóðversplatan þeirra og sú poppaðasta frá upphafi enda komnir á stað þar sem stór viðmið ganga fyrir. Brain Eno situr við stjórnvöldin og gerði það einnig á seinustu Viva La Vida. Rennur ljúflega í gegn og færir manni væntingar eftir seinni lagið „Hurst Like Heaven”. Síðan kemur gott bil á milli laga þangað til „U.F.O” byrjar og heyrir maður gamla Coldplay fílinginn sem gerði þá fræga. „Princess Of China” þar sem Rihanna kemur í heimsókn og færir þá örlítð út fyrir boxið og dregur fram öðrvísi fíling en þeir eru vanir. „Up In Flames” og „Up With The Birds” er mjög hugljúf og róar aðeins rjóðurinn. Píano stemmningin sem einkennir Coldplay að miklu leyti til. Að mínu mati ein sú slakkasta plata Coldplay manna hingað til en ég efast ekki um að upplifun að sjá þá flytja hana á tónleikum sé algjör sturlun.