Friday, September 30, 2011

St. Vincent - Strange Mercy


St. Vincent er skipað af hæfileikaríkri dömu Annie Erin Clark sem kemur frá Dallas, TX. Ég uppgötvaði hana þegar ég hlustaði á Kid Cudi plötuna Man On The Moon II: The Legend of Mr Rager. Varð alveg heilaður af henni! Hún semur bæði lögin og textana. Þetta er einhverskonar indí tilraunarkennd popp. Við góða hlustun heyrist greinilega að hún er ekki hrædd við tónlistarþröskuldinn. Fer í allar háttir, með allskyns hljómum og melódíur sem koma mjög á óvart. Textarnir eru mjög góðir á köflum en tónlistin er sem skiptir máli og hún augljóslega rekur lestina.

Góð lög: Cloe in the Afternoon, Cheerleader, Surgeon og Strange Mercy.

Thursday, September 22, 2011

Florence + The Machine - Shake It Out



Eitt glænýtt frá yndisfögru mey. Þetta lag greip mig umleið, þvílíkur kraftur og það kæmi mér ekki á óvart ef einhverjir myndu frelsast við að hlusta á þessa náttúru bombu.


Thursday, September 1, 2011

Kid Ink - Daydreamer



Kid Ink er rappari, pródúser frá LA og hefur verið að vekja athygli vestanhafs. Eftir að ég heyrði lagið Daydreamer þá fannst mér tilvalið að tjékka betur á honum. Intro hann er tilbúinn og er í miklu stuði.  Daydreamer poppaður kaliforníu fílingur. I Just Want It All hann vill þetta allt hversu oft er maður búinn að heyra það. Lowkey Poppin mjög aumt vantar allan kraft. Live It Up frekar slappt og fær Mann til að gera það ennþá slappari. Sick Em honum er rúllað upp af Cory Gunz og Gudda Gudda. Ms Jane fínasta lagið hingað til. Ágætlega grípandi viðlag. Blackout Meek Mill tekur hann í kennslustund. Shes A Playa í fyrsta sinn sem maður heyrir Do Or Die samplaða. Fínasta lag. Time After Time frekar klisjukennd. I Need More skiptum um lag. Elevator Music ekki gott. End Of The Night mjög slæmt. Home flottasta lagið hans hingað til. Fær Bei Maejor til að hjálpa sér. Neva Gon Leave fín texti en maður er búinn að heyra þetta áður. Hold Up (Gimme What U Got) frekar annað slapt lag. Its On hef ekki þolimæði fyrir svona. Fastlane guð blessi mig. Star Of The Show skiptum um lag. Cali Dreamin hann er frá kaliforníu. Lights On jæja. Hold It Down loksins búið.

Kid Ink er með fínar rímur en alltof mikill unglingalykt af þessu. Alltof mikill hetju dramatík í loftinu. Hann er bara ný byrjaður þannig hann ætti frekar að vera samkvæmt því.

Daydreamer

Home


Shabbaz Places - Black Up



Shabbaz Places er set saman af einum af reynslu boltum hipphoppsins Ishmael Butler eða betur þekktur sem einn af meðlimum Digable Planets sem gerðu eitt eitursvalt lag "Rebirth Of Slick (Cool Like That)". Ég átti þennan klassíska disk og hann fékk að renna oft í gegnum tækið. Umleið ég heyrði Free Press and Curl þá kannaðist ég við kauða umleið og langaði að heyra meir. 
Free Press and Curl setur tóninn á mjög sérkennilegan hátt. Lykt af elekrtónik í bland við ambíent. Flott kaflaskipting í endan! An Echo From The Hosts That Profess Infinitum mikið ekkó einsog titilinn segir til en fín hrynjandi. Are You Can You Were You (Felt) fín jass fílingur í gangi umvafinn fínum rímum. A Treatease Dedicated To The Avian Airess From North East Nubis (1000 Questions 1 Answear) mjög langsótt og flókið. Youlogy röff taktur með fínu viðlagi. Endeavors For Never (The Last Time We Spoke You Were Not Here I Saw You Though) virkilega skemmtilegur jassaður söngur yfir mjúkan takt. Recollections Of The Wrath chillað sánd með djúpum pælingum. Kings New Clothes Were Mady By His Own Hands The svolítið sama og seinast. Mikil heimspekingur á ferð! Yeah You mjög furðulegur taktur en skrýtnar pæling. Swerve The Reeping Of All That Is Worthwhile (Noir Not Withstanding) að mínum mati flottasta lagið skemmtilegt flæðið sem rennur vel við taktinn. 


Shabazz Places er ekki líkur neinum. Er mikill penni kannski einum of mikill heimspekingur fyrir meinstrím en fellur vel fyrir lengra komna.

Swerve The Reeping Of All That Is Worthwhile (Noir Not Withstanding)


Game - R.E.D The Album


Game er vandræða barn hipphoppsins er þekktur fyrir að rífa kjaft og droppar nöfnum einsog hann fái borgað fyrir. Hann er búinn að berjast fyrir sínu sæti í þó nokkuð langan tíma. Fær taktasmiði einsog Dr. Dre, Cool & Dre, Mars, The Neptunes, Dj Khalil, StreetRunner, Boi-1da, Dj Premier þannig það er mjög erfitt að látta dæmið klikka en löbbu yfir grippin. Intro sjálfur meistarinn ljáir honum rödd sína og talar um uppruna Game. The City nauthart, fer yfir ferilinn sinn í stuttu máli fær Kendrick Lamar til að styðja hann í viðlaginu og hella úr sínum viskubrunni. Drug Test vesturströndin er mætt inn í húsið og ég er ekki frá því að gamli fílingur rennur um mann. Dr. Dre, Snoop og Sly sjá til þess einnig. Martians vs. Goblins virkilega kúl, gaman að heyra Tyler, The Creator ávallt sleipur. Lil Wayne segir nokkur orð. Red Nation flott samspil milli Game og Lil Wayne. Cool & Dre sjá um töffra teppið. Dr. Dre Interlude I heldur áfram með sem frá var horfið. Good Girls Gone Bad tilfinninga skalinn fer í gang og það rennur hiti á Game. Talar um þegar faðir hans lagði hendur á möðir hans og tekur púlsinn fyrir konurnar sem hafa lendi í slíku ofbeldi. Drake rennur smúth fram hjá. Ricky hver liggur á bakvið sjálfan Game, nautharður kappi sem hefur upplifað ýmislegt. The Good, The Bad, The Ugly hverfis saga gefur lífinu lit. Heavy Artillery harðir kappar hér á ferð. Rick Ross & Beanie Sigel bakka það upp á hvaða dag. Paramedics þeir eru hausverkur fyrir þig en tónlist þeirra er verkjalyf. Young Jezzy kemur sterkur inn.   Speakers On Blast strákarnir vilja tónlist stillta hátt. Big Boi & E-40 taka vel undir. Hello eitt fyrir dömurnar. Lloyd stendur sig vel. All The Way Gone annað fyrir dömurnar og það styttist í brúðkaup. Vel gert Game, Mario & Wale. Pot Of Gold slappasta lagið hingað til en skemmtilegur texti. Chris Brown kæfir köttinn! Dr. Dre Interlude II doktorinn heldur áfram. All I Know Game er meiri gettó en skór hangandi á ljósastaur. Luu Breeze rennur skemmtileg við. Born In The Trap boom bap fyrir allan peningin. Snerti sögu hipphoppsins á sinn hátt og hver og einn dæmir fyrir sig. Mama Knows vottar móður sinn virðingu. Hún er kletturinn hans! California Dream  talar um þegar dóttir sín fæddist, nokkuð hugljúft hjá kappanum. Fagnar því á hverjum degi!! Outro doktorinn lokar þessu kaliforníu sögu!!

Game hefur verið í felum um tíma en er mættur til leiks og sýnir að hann er engum líkur. Með þessu framhaldi á hann eftir að sitja í sínu konúngssæti þegar yfir líður.

The City

Drug Test

Red Nation

Speaker On Blast

California Dream