Friday, September 30, 2011

St. Vincent - Strange Mercy


St. Vincent er skipað af hæfileikaríkri dömu Annie Erin Clark sem kemur frá Dallas, TX. Ég uppgötvaði hana þegar ég hlustaði á Kid Cudi plötuna Man On The Moon II: The Legend of Mr Rager. Varð alveg heilaður af henni! Hún semur bæði lögin og textana. Þetta er einhverskonar indí tilraunarkennd popp. Við góða hlustun heyrist greinilega að hún er ekki hrædd við tónlistarþröskuldinn. Fer í allar háttir, með allskyns hljómum og melódíur sem koma mjög á óvart. Textarnir eru mjög góðir á köflum en tónlistin er sem skiptir máli og hún augljóslega rekur lestina.

Góð lög: Cloe in the Afternoon, Cheerleader, Surgeon og Strange Mercy.

No comments:

Post a Comment