Thursday, June 30, 2011

Cyhi The Prynce - Royal Flush 2

Cyhi The Prynce kemur frá Atlanta. Einni stærstu hipphopp borg sem hefur rekið lestina fyrir frumkvæði í hipphoppinu enda koma brautriðjendurnir Outkast þaðan þannig það er ekki skrýtið að mikið af frumkvöðlum fæðist þaðan. Cyhi var uppgötvaður af Kanye West og nánast í sama atviki var hann kominn á samning hjá G.O.O.D Music. Hann hefur verið duglegur að gefa út Mixtape og hafa þau alls verið 5. Hérna kemur sem sagt 5 Mixtape-ið hans! Ég búnað fylgjast með honum enda hefur hann birst í nokkrum lögum með Kanye West. Kanye West er nú þekktur fyrir að þefa upp góða rappara enda horfir hann á textana og hvað einstaklingurinn hefur að segja og hvernig hann tjáir sig. Cyhi er enginn undantekning mættir eitilharður inn um dyrnar ásamt nokkrum vel völdum gestum Yelawolf, B.O.B, Big Sean ásamt fleirum. Ekki skemmir fyrir að hafa Kanye West, No I.D og J.U.S.T.I.C.E League bakvið taktaborðið. Platan fer ljúflega af stað í fyrsta laginu Spadez Interlude með afrískum söng sem byggist hægt og rólega og maður finnur að eitthvað er á leiðinni. When the Smoke´s Clears er seinni lagið og hann er kominn á gott ról. Cold as Ice fylgir sterkt á eftir með sígilda samplinu sem M.O.P eru þekktastir fyrir . Rekur síðan naglann niður í Bulletproof og fær Yelawolf til að aðstoða með smiðshöggið. Thousand Poundz toppar með Pill & Pusha T innanhandar. Fyrstu fimm lögin eru mjög góð en síðan líður á plötuna og maður er farinn að heyra þessi fimm lög endurtekinn sem er þekktur leikur. Þetta virkilega gott Mixtape og það verður gaman að heyra fyrsta frumburðinn hans sem er væntanlegur.

When the Smoke´s Clears
http://www.youtube.com/watch?v=dhhYiGhmtLM

Cold as Ice
http://www.youtube.com/watch?v=lKGwt8v0bPI&feature=related

Bulletproof
http://www.youtube.com/watch?v=B6nnuLhHiJA&feature=related

Thousands Poundz
http://www.youtube.com/watch?v=z6ycAjttVik

Big Sean - Finally Famous: The Album

Big Sean er fæddur og uppalinn í Detroit. Hef ég hefði aldrei heyrt hvaðan hann kemur og þyrfti að gíska myndi ég hiklaust segja Chicago. Hann með þetta Chicago flæði enda er hann á málum hjá G.O.O.D Music sem er í eigu Kanye West. Hann uppgötvaður af sjálfum meistaranum og árum seinna skrifaði hann undir samning. Big Sean hefur verið duglegur að gefa út mixtape og verið gestur hjá hinum og þessum röppurum. En hér fær hann að skína á sínum eigin spýtum og sýna hvað í honum býr. Hann er af svokölluðu laid back flæðis kynslóðinni þar sem allt snýst um að vera vel afslappaður og helst ekki reyna á sig þegar orðunum er ýt fram. Hann fær góða gesti til að hressa upp á frumburðinn sem dæmi sjálfan Kanye West, Lupe Fiasco, Pharrell, John Legend ásamt fleirum. Pródúserarnir eru ekki af verri endanum þar sem No I.D sér nánast um flest lögin ásamt Neptunes, Boi-1da. Ég búnað vera mjög spenntur eftir að heyra gripinn og náði loksins að hlera hann um daginn. Þetta byrjar vel á Introinu þar sem hann kynnir sjálfan sig til leiks síðan dettum við I Do It sem er hálf klisjukennd. Platan grípur mig ekki fyrr en Lupe Fiasco mættir til leiks í laginu Wait for Me þá heyrir maður að Big Sean er nokkuð ferskur síðan hjálpar Kanye West honum í Marvin & Chardonnay sem nær engu flugi. Ég finn fyrir að við erum komnir í loftð í High þar sem Wiz Khalifa & Chiddy Bang bregða á leik með honum. Flugvélin lendir alltof oft og býður þér upp mjög stuttar ferðir! Hefði verið gaman að geta flogið í lengri tíma en raun ber vitni!

Don´t Wait for Me
http://www.youtube.com/watch?v=Gt1NB2SeiCc

High
http://www.youtube.com/watch?v=F0by3WWG8rU&feature=related

Random Axe - Random Axe

Random Axe skipa Sean Price og Guilty Simpson. Platan er prodúsuð af Black Milk sem sér um alla taktagerð plötunnar. Flestir þekkja kannski Sean Price sem einn af meðlimum í grúppuni Heltah Skeltah og Boot Camp click sem voru mjög vinsælir á gullna tímabilinu 96-99. Báðir aðilar mjög virtir í Boom Bap senunni þar sem textarnir skipta hvað mestu máli. Það fer ekki fram hjá neinum við hlustan á þessari plötu að hér er harðkjarna rímarar sem látta yfirborðskennda rappið alveg vera. Ekki mikið þekktir í mainstream senunni en ef þú ættir að týna út 3 virkilega góða vanmetna rappara þá er þetta blandan. Hér á ferðinni er New York mættir Detroit þar sem Black Milk (Detroit) sýnir að hann er með þeim fremstu þegar kemur að sálar sömplum og þéttumföstum töktum. Sean Price (New York) hefur alltaf verið þekktur fyrir harðar rímur, pönslínur og flottar myndlíkingar. Hér gefur hann ekkert eftir og má segja að hann mætti með klókari rímur sem bera keim af fullorðins. Guilty Simpson er verulega þéttur með svona mean mugging stíl sem passar vel við taktana hans Black Milk og flæði hans Sean Price.

Random Call
http://www.youtube.com/watch?v=Cs9QPVh5V6I


Everybody, nobody, somebody
http://www.youtube.com/watch?v=lafuwe7E4es

Bon Iver - Bon Iver

Það óhætt að segja að Bon Iver (Justin Vernon) sé orðinn hipphopp veröldinni kunnungur. Enda búnað vinna með Kanye West bæði í Monsters og Lost in the World. Ég varð strax hrifinn af Bon Iver þegar ég heyrði plötuna For Emma, Forever ago nánast öll lögin sem heilla mann. Það er eitthvað við röddina hans sem fær mann til að detta inn í tónlistina og gleyma tíma og stund. Þannig ég beið spenntur eftir næsta plötu! Ég var ekki lengi að skella henni í tækið og hlera hana. Eftir fyrstu hlustun var maður svona að melta hana enda góður vani að hlusta oft á sömu plötuna til að fá heildarmynd. Ekki hægt að segja að ég hafið orðið fyrir vonbrigðum heldur kom mér mjög svo á óvart hvað hann væri breyttur. Breyttingar er til hins betra en stundum gengur það ekki upp! Bon Iver er svo sannarlega búnað breyttast, kominn í rafmagnaðan fíling, djupa texta sem missa svolítíð taktinn og ná ekki að skila sér. Þessi plata stendur ekki mikið upp úr, svolítið gleymanleg og á ekki eftir að fljóta í tækinu til lengdar. Þrátt fyrir þá stendur rödd hans alltaf upp úr og heillar væntanlega næsta mann meira en hún gerði fyrir mig á þessari plötu.

Calgary er eina lagið sem hægt er að finna á youtube enda gefur lagið tilkynna hvernig þráðurinn er á plötunni.

http://www.youtube.com/watch?v=KbJy1zeoDn4