Sunday, February 5, 2012

Professor Green - At Your Inconvenience

Professor Green eða Stephen Paul Manderson er breskur rappari frá Hackney í London. Gerði allt vitlaust með laginu „Jungle" þar sem upphafssetningin var einmitt "Welcome to Hackney". Hann hefur verið drjúgur í hipphopp senunni í bretlandi og var á sínum tíma uppgötvaður af Mike Skinner í The Streets sem síðar fékk hann til The Beast útgáfufyrirtækisins sem var einmitt í hans eigu. Gaf aldrei út plötu hjá honum þannig að Virgin Records fékk hann til sín og gáfu út „Dead Till Im Dead" 2010 sem vakti gríðarlega athygli með að minnsta kosti 5 til 6 lög sem rötuðu vel um bretland. Núna á seinasta ári gaf hann út plötuna „At Your Convenience" og ég tók sláttinn. Rennur vel af stað "At Your Convenience" þar sem mörgum spurningum er svarað og hann flæðir í gegnum lagið með ansi röff takt í bakgrunni. Síðan líður á „Astronaut" þar sem tilfinningarnar ráða ferðinni í stórbrotinni lífsreynslusögu sem hann sér frá gluggasillunni sinni. Ferðalagið heldur áfram „Never Be a Right Time" rólegt og huggulegt. Hef það er ekki rétti tíminn núna hvenær er þá rétti tíminn? „Today I Cried" fer hann yfir lífsleiðinni sína og kemur við á mörgum stöðum og þakkar öllum sem hafa komið við sögu. Professor Green er klárlega með þeim ferskustu og er í miklu stuði. Þroskast með hverjum hljómi og skilar sér vel á slétta veginum þrátt fyrir nokkrar hraðahindranir.

At Your Convenience
http://www.youtube.com/watch?v=pYygEbwCxQU&ob=av2e

Astronout
http://www.youtube.com/watch?v=AcwIkNhT7-k

Never Be a Right Time
http://www.youtube.com/watch?v=U-8XKZgNNG4

Today I Cried
http://www.youtube.com/watch?v=4SoKhIKMzfU

Friday, February 3, 2012

Chip tha Ripper - Tell Ya Friends

Chip tha Ripper eða Charles Worth er einn af fáu röppurunum sem koma frá Cleveland, Ohio. Hefu ekki beinlínis verið aktívur á amerískum mælikvarða en hefur verið duglegur að segja fólk hvaðan hann kemur og tekið þátt í verkefnum með Kid Cudi og  The Kidz in the Hall. Núna um daginn gaf hann út plötuna „Tell Ya Friends" sem ég rýndi í gegnum þar sem hann er mjög lægin textasmiður. Fer af stað með miklum krafti í „Good Evening" og mjög skemmtilegt að heyra hvernig hann nálgast viðlagið setur lagið í annan fíling. Síðan koma fullt af viltu skiptum lög þangað til að „Boomshakalaka" sem setur hann í fluggír og fær engan annan en Bun B til liðs við sig og þetta beingar! Fínir sprettir inn á milli en tekur langt hlaup í „Stay Sleep" þar sem Krayzie Bone kemur óvænt fyrir og sýnir mönnum að hann er ekki búinn að gleyma neinu. Chip Tha Ripper er lipur textasmiður, kemur þessu vel frá sér en taktarnir ná ekki að lifta honum á það plan sem túngan hans er.

Good Evening
http://www.youtube.com/watch?v=gnXiX4lTBaU

Boomshakalaka
http://www.youtube.com/watch?v=H0J8wUlLbJ8

Stay Sleep
http://www.youtube.com/watch?v=nyQaKMaq7MY

Wednesday, February 1, 2012

Wiley - Evolve Or Be Extinct

Wiley eða Richard Kylea Cowie er einn af þeim sem er iðinn við kolinn. Ólst upp í Bow, London og hefur gefið út átta breiðskífur hjá hinum og þessum útgáfufyrirtækjum. Eins og flestir vita þá hefur bresku senan alltaf rúllað á sinn hátt. Verið andstæðan við bandarísku senuna. Wily er einn af  þeim sem hefur rekið lestina. Ég dýfði mér ofan í hljóma hans á nýrri plötu „Evolve Or Be Extinct." Ég er ekkert sérlega ánæðgur með framgönguna en það eru lög á boð við „Boom Blast" þar sem klúbbastemmningin er tekinn með trukki. Flæði sem maður hefur ekki heyrt áður og mjög skemmtilegt að heyra hvernig hann klippir flæðið og dregur það áfram. „Only Human" er í rólegri kantinum og fær Cashtastic & Tereza Deizz til liðs við sig. „Confused" er fínt dömu lag með seyðandi melódíu og fær til sín gesta rapparann Manga. Wiley er langt frá sinni sannfæringu, alltaf gaman að prófa nýja hluti en hittir bara engan veginn í mark.

Boom Blast
http://www.youtube.com/watch?v=SGxBOqUTFIQ&ob=av2e

Only Human
http://www.youtube.com/watch?v=GuhPW-n3aXs

Confused
http://www.youtube.com/watch?v=mjo3ltlnF1A