Monday, October 24, 2011

Styles P - Master of Ceremonies

Styles P eða David Styles er þekktur neðanjarðar hundur. Hefur komið víða við til að mynda var einu sinni á málum hjá Bad Boy records á gullna árunum sem einn af meðlimum The Lox. Fór síðan yfir til Ruff Rhyders og hefur verið þar síðan. Flestir vita sjálfsagt ekki að hann er bróðir Jadakiss sem er einnig einn af meðlimum í The Lox. Rímurnar eru ekki langt að sækja og hann sýnir það og sannar í lagin “My Life (feat Pharoahe Monch) sem er án efa mesti götu hitter þótt vídd sé leitað. En þrátt fyrir það hefur verið erfitt fyrir hann að fóta sig sem einn af þeim færustu. Kannski vegna þess að hann er í skugganum á bróðir sínum? Fer vel af stað og er strax byrjaður að minna á sig. Textarnir alveg sjúklegir en á köflum frekar einhæfir! Talar mikið um götu lífið í New York, hvað hann er harður og reykir mikið af grassi. Tekur samt góða spretti í seinustu lögunum og fær til sín fína spámenn. Lloyd Banks, Pharoahe Monch, Busta Rhymes, Jadakiss og Pharrell. Kannski ástæða afhverju hann er ekki reinkaður hærri en þetta maður verður að geta talað um fleiri hluti en hvað þú ert harður og reykir mikið grass. Götu lífði í New York bíður upp á miklu meira...

Lil Wayne - Carter IV


Lil Wayne eða Dwayne Michael Carter Jr. Er einn af þeim röppurum sem stofnuðu svo kallaða bling bling rappið sem á sér rætur að rekja aftur um tímann þegar No Limit Records og Cash Money Records voru að herja sína innreið. Lil Wayne er yngstur af gamla Cash Money teyminu en ég uppgötvaði hann í gegnum Juvenile sem var einn af meðlimum í Hot Boyz grúppunni. Hann var alltaf í skugganum á Juvenile en þegar leið á tímann fór hans stjarna að skína sem skærast. Gerði nokkur mixtape síðan koma Carter III þá voru dreddlokkarnir mættir á svæðið. Ég hef alltaf gaman að hlera hvað hann hefur fram að færa því hann er víst pönslínu kóngurinn í sínu sjávarmáli. Carter IV rennur mjög vel í gegn, pæla mikið í hvað hann er að segja og er mjög djúpur á köflum. Fína spretti í lögum eins og So Special og Mirror. Hann er klárlega möld ríkur andskoti, flýgur um lofið án þess að lenda og grobba sig hversu mikil skepna hann er. Fær fína gesti í lögum einsog Interlude þar sem Tech N9ne og Andre 3000 virða fyrir sér landslagið. Outro með Bun B, Shyne, Busta Rhymes og Nas. Þeir tveir síðustu rífa taktinn í tvennt! Hann og Drake sjá síðan um She Will sem vinnur vel með tímanum.

Lil Wayne er orðinn alltof ríkur, segir nokkurn veginn það sama í öllum lögunum en á til að taka beygjur. Hann ætti bara að slaka á löngu búinn að toppa fyrir mér! Kemur í raun og veru ekkert lengur á óvart enda búinn að segja okkur allt.  

Friday, October 21, 2011

Lupe Fiasco ft Ellie Goulding & Bassnectar

Lupe er mættur og ávallt eitthvað vit í, virkilega ferskt eins og ný uppteknar appelsínur! Fær Ellie Goulding & Bassnectar til liðs við sig. Reyndar er þetta sampl úr lagi með Ellie Goulding í nýjum búning og aðeins kraftmeiri!


Saturday, October 1, 2011

J. Cole - Cole World: The Sideline Story


J. Cole eða Jermaine Lamarr Cole fæddur í Þýskalandi, Frankfurt en flutti á ungum aldri til Norður Karólínu. Hann er einn af þeim sem er talinn vera næsta ofurstjarna hipphoppsins ekki vegna þess að hann er hilltur af Jay-Z. Heldur er hann með mjög flott flæði, textalega fær og fín viðhorfsgleraugu. Hann rapper ekki um yfirborðskenndu hlutina heldur einbeittir hann sér meira af hlutum sem skipta máli. Búinn að vera með þessa á góðu rípíti og með hverji hlustun verður hún alltaf betri. Taktarnir eru mjög sérstakir jazzaðir á köflum svona hreinir og beinir, textarnir mikið innsýn og flæðið rúllur um eins og góð vetra dekk. Fær gesti eins og Jay-Z, Drake, Missy Elliot og verður bara betri með hverju lagi og það er mjög langt síðan að maður hefur upplifað slíkan.


Góð lög: Ligths Please, Sideline Story, Mr. Nice Watch (feat. Jay-Z), Cole World,                                 In The Morning (feat. Drake), Lost Ones, Daddy´s Little Girl