
The Roots er Hipphopp/sól hljómsveit frá Fíladelfíu. Skipuð af Black Thought & Questlove. Þeir hafa afkastað ansi miklu í gegnum tíðina, gefið út 11 hljóðversplötur og verið mjög áberandi. Ekki margir sem standa uppréttir frá gull árunum en þeir eru einir af þeim. Tilheyra engum ákveðnum hipphopp hljómi heldur hafa skapað sitt eigið pláss. Það sem einkennir þá helst er lifandi hljóðfæri sem gerir þá mjög sérstaka. Byltingakenndir textar sem Black Thought snertir á einstakan hátt og erfitt að finna þótt víða sé leitað. Þeir gefa ekkert eftir á þessari plötu og halda sömu áferðinni. Mikil sál þar sem hvert hljóðfæri fær að njóta sín og textaleg innreið sem minnir helst á byltingakenndan prest sem hefur sitthvað að segja. Fá fullt af gestum í heimsókn sem gefur henni fínan blæ. Lög á borð við
Make My þar sem Black Thought, Big K.R.I.T & Dice Raw stemma vel saman. Rólegt og yfirvegað.
One Time ásamt Phonte & Dice Raw. Grípandi áferð og viðlag sem situr fast.
The Otherside rennur fyrir með svokölluðum gettó kirkjuhljómi sem fáir ráða við. Bilal Oliver & Greg Porn setja sinn svip.
Tip the Scale á mjög vel við hvernig veröldin birtist fyrir hjá mörgum. Sumir lífa í helvítinu, sumir hafa það gott en ég reyni að skipta sköpum. Dice Raw er sammála því!
Make My
http://www.youtube.com/watch?v=zqYFclG1hdw
One Time
http://www.youtube.com/watch?v=ujop4q8VFsI
The Otherside
http://www.youtube.com/watch?v=qbRROmHtpFU
Tip the Scale
http://www.youtube.com/watch?v=8zrQAf8PT6k