Monday, January 23, 2012

The Black Keys - El Camino

The Black Keys er amerískt dúó sem ég uppgötvaði á plötunni þeirra „Attack & Release" sem kom út 2008. Eftir það ef ég alltaf verið að hlera þá og er engin undantekning með nýjustu plötu þeirra „El Camino".Byrjar af miklum krafti þar sem trommur og gítar sameinast eins og rifnar gallabuxur. Grúvið minnir mann á hestaat þar sem ekkert er gefið eftir. Rokk og ról fyrir öll kúreka stígvélin. Þegar á líður kemur nokkurskonar sama uppbygging og á laginu „Stairway to heaven" með Led Zeppling sem er bara mjög gott enda góður innblástur. En annars vegar heldur rokkið sínu dampi og í heildina litið er þetta fín tuddi sem skilur fótspor eftir í leðjunni.

Lonely Boy
http://www.youtube.com/watch?v=a_426RiwST8

Dead and Gone
http://www.youtube.com/watch?v=PXYqD8Ccfbs

Gold On The Ceiling
http://www.youtube.com/watch?v=IttLxthqM7U

Little Black Submarines
http://www.youtube.com/watch?v=0_JvY9xeVNM

Thursday, January 19, 2012

The Roots - Undun

The Roots er Hipphopp/sól hljómsveit frá Fíladelfíu. Skipuð af Black Thought & Questlove. Þeir hafa afkastað ansi miklu í gegnum tíðina, gefið út 11 hljóðversplötur og verið mjög áberandi. Ekki margir sem standa uppréttir frá gull árunum en þeir eru einir af þeim. Tilheyra engum ákveðnum hipphopp hljómi heldur hafa skapað sitt eigið pláss. Það sem einkennir þá helst er lifandi hljóðfæri sem gerir þá mjög sérstaka. Byltingakenndir textar sem Black Thought snertir á einstakan hátt og erfitt að finna þótt víða sé leitað. Þeir gefa ekkert eftir á þessari plötu og halda sömu áferðinni. Mikil sál þar sem hvert hljóðfæri fær að njóta sín og textaleg innreið sem minnir helst á byltingakenndan prest sem hefur sitthvað að segja. Fá fullt af gestum í heimsókn sem gefur henni fínan blæ. Lög á borð við Make My þar sem Black Thought, Big K.R.I.T & Dice Raw stemma vel saman. Rólegt og yfirvegað. One Time ásamt Phonte & Dice Raw. Grípandi áferð og viðlag sem situr fast. The Otherside rennur fyrir með svokölluðum gettó kirkjuhljómi sem fáir ráða við. Bilal Oliver & Greg Porn setja sinn svip. Tip the Scale á mjög vel við hvernig veröldin birtist fyrir hjá mörgum. Sumir lífa í helvítinu, sumir hafa það gott en ég reyni að skipta sköpum. Dice Raw er sammála því!

Make My
http://www.youtube.com/watch?v=zqYFclG1hdw

One Time
http://www.youtube.com/watch?v=ujop4q8VFsI

The Otherside
http://www.youtube.com/watch?v=qbRROmHtpFU

Tip the Scale
http://www.youtube.com/watch?v=8zrQAf8PT6k